Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 10
14 þar sem peningshús hafa staðið á seinni tímum. Matthías Þórðarson fór því enn að Bergþórshvoli 1931 og dvaldist þar 28.—31. ágúst. Nú hafði hann þá aðferð að grafa prófgryfjur, í stað þess að taka fyrir að óreyndu stórt rannsóknarsvæði. Fyrstu prófgröf tók hann í kálgarðinum, 11,40 m sv. frá miðju rannsóknarsvæðinu frá 1927 —28. Aðra 9,20 m suður frá rannsóknarsvæðinu og 13,70 m frá húsinu. I hvorugri þessari gröf varð hann annars var en öskulaga, sem hann taldi helzt ösku frá máleldum og mateldum. Er sérlega eðlilegt, að fram í þessa brekku hafi verið fleygt ösku frá bænum ofan við. Engra byggingarleifa varð vart, hvorki hleðslu né gólf- skána. Sama er að segja um þriðju prófgröfina, sem einnig var tekin ofan í kálgarðinn 17 m frá sv. brún rannsóknarsvæðisins og um 4 m suðaustar en nv. brún þess. Fjórðu prófgryfjuna lét Matt- hías gera 15 m frá nv. barmi rannsóknarsvæðisins í sömu línu og framhlið hússins. Brunaleifar fann hann þama engar, en 1,20 m frá yfirborði fann hann lag, sem hann taldi gólfskán. Ályktaði hann, að á hólrananum vestan bæjarstæðisins mundu gamlar byggingar- leifar vera í jörðu, og hefur nú komið í ljós, að rétt var. Þegar Hið íslenzka fornritafélag fór að fást við undirbúning á út- gáfu Njáls sögu, var stjórn þess mjög umhugað um, að enn yrði eftir leitað á Bergþórshvoli, hvort finnanlegar væru brunaleifar, og fyrir hennar áeggjan fór Kristján Eldjárn þangað sumarið 1950 og gerði nokkrar prófgrafir 14.—16. sept. Fyrst gróf hann tvær grafir vestan í hvolinn, þar sem var nýleg sáðslétta, en höfðu til skamms tíma verið peningshús. Hin fyrri var grafin 28 m sa. frá sa. horni íbúðarhússins, en hin síðari 18 m sunnan við hana. I hvorugri gröf- inni var nokkurt gólflag úr mannahúsum, en hreyfð jörð virtist vera niður á 1,30—1,50 m dýpi. í fyrri gröfinni sást rauðleitt þunnt öskulag á 1 m dýpi, en annars bentu mannvistarlögin til útihúsa, það sem það var. Grafnar voru einnig tvær grafir í hólranann vestur á túninu (vestur af bæjarhól) og ein niður undir mýrinni framan við bæinn, en í engri þeirra voru mannvistarleifar af neinu tagi. Loks voru grafnar tvær grafir með örstuttu millibili ofan í bæjarhólinn vestan rannsóknarsvæðis Matthíasar, vestur undir lautinni, sem skil- ur bæjarhólinn frá vestasta hólrananum. I þessum gröfum báðum varð vart við brunaleifalag með ösku og koluðum viði á ca. 1,85 m dýpi og virtist svo augljóst, að um væri að ræða brunnin hús, að sjálfsagt þótti að gera áframhaldandi rannsóknir kringum gryfjurnar. Sumri var þá svo hallað, að ekki voru tiltök að gera þær rannsóknir þá, og varð ekki úr því fyrr en sumarið eftir, 1951, og voru þá gerðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.