Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 123

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 123
125 Rangá. Drjúgum kipp er það neðar en Árbær, og fyrir ofan krók á ánni, er hlíft hefir grassnoppu dálítilli, sem heitir Árbœjarkrókur. Bæjarrústin hefir líklega öldum saman verið hulin jarðvegi, en er hann blés af fyrir nokkrum áratugum, fann Skúli á Keldum þar bæjar- Ieifar. Hefir þar verið skálabygging, um 24 fet á lengd og 9 fet á vídd, en það er óljósara. Hliðin hefir snúið að ánni, móti suðurátt. Eigi sér fyrir dyrum með vissu. En stétt hefir legið frá austurenda skálans, fáa faðma að húsi, sem nú er grjótdreif einungis. — Þar hefir Skúli fundið kljásteina og brot af kvarnarsteini. Enn norðaustar (10—12 faðmar) má ætla, að verið hafi fjós með þar tilheyrandi byggingum. Mótar fyrir 4 rústum samanbyggðum, 3 jafnvíðum, um 9 fet, og í einni lengju, 34 fet, og að auki (heygarður eða rétt?) 18X30 fet. Tún hefir verið þar alveg afgirt fram á klettabrúnir við ána á báðar hliðar, og á þriðju dagsláttu að stærð. Gata hefir legið gegnum túnið, milli fjóss og bæjar, frá Skógamannavaði, vestan við klettanefið (með austurenda túngarðsins) og um hlið á túngarði að norðanverðu. — En langt má vera síðan, að Hvolhreppingar og Land- eyingar sóttu við í Tröllaskóg. Býli þetta mun og byggt mjög snemma á öldum, á fremur grunnum jarðvegi, ekki oft endurbyggt og fyrir óratíma farið í eyði. Fremur þó af óáran eða öskudrifi en af upp- blæstri. — Vegurinn milli Árbæjar og Keldna liggur laust norðan við túngarðsbrotið. 21. Árholt. Nafnlaust býli, jafnókunnugt og fornlegt og Árbrún. Það hefir verið á bala fyrir neðan brún, er Árholtsbrún heitir, og liggur þvert norður frá Rangá, miðsvegar milli Keldna og Árbæjar, í Keldnalandi og hálfrar klukkustundar gang þaðan. Nú er það hóll, sem rústin er á, og grjót oltið út, því allt er þar gjörblásið í kring, spölkorn frá ánni, sunnan við Árbæjargötu. Skáli hefir verið þar með hliðarvegg móti suðri, eftir helztu líkindum 24 fet á lengd, en varla yfir 7 fet á vídd, og litlar eða engar útbyggingar. Litlar leifar manna- byggða að öðru leyti hafa fundizt þar. Aska hefir þó sést í vesturenda rústarinnar og grjótdreifar af kofum í kring, sem allt til samans bendir á lítið, eldgamalt og skammætt býli. Á gjörblásinni sléttunni laust suður frá og sv. frá hólnum eru litlar dreifar af hleðslugrjóti, er ætla má, að séu úr kofum. Og uppi á brúninni neðan við nefnda götu bólar á kofarústum upp úr sandskaflinum. Enginn vottur sést af túngarði. Athugasemd. Þarna við ána, spöl dálítinn sv. frá hólnum, er Gunnars- steinn, þar sem Gunnar á Hlíðarenda, með bræðrum sínum tveimur, háði bardaga við 30 menn. Gunnarssteinn hefir líklega staðið þá fast við ána,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.