Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 152

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 152
154 vatn. Má líklegt þykja, að þar hafi verið bæjarlindin, meðan völlur allur í nánd var þakinn loðnu grasi og víðikjarri. Án lítillar lindar hefði verið næsta langt — ekki minna en 140 faðmar — bratt og erfitt í ófærð og hálku, að sækja neyzluvatn niður í Hróarslæk. Meiri byggZarleiíar. Eigi verður nú séð móta fyrir leifum af fjósi og hlöðu eða heygarði nær bæjarstæðinu en fyrir austan næsta öldu- nef. Er það nokkru lengra en vanalegt er á fornaldar stórbýlum eða um 115 faðmar, og þykir mér þó þann veg líklegra, en að verið hafi annað býli. Eru þar dreifar af smágrjóti sams konar og á bæjar- stæðinu. Þær ná yfir nærfellt 20X10 faðma, og eru í dæld uppi á brúninni, svo að þarna hefir verið að mun skýlla á fjósi og heyjum, og þar mun hafa verið önnur vatnslindin rétt hjá. Ekki fann eg neinn órækan vott um heimilisbústað þarna, en það tel eg vafalaust á fyrr- nefnda staðnum. Fyrir utan hinar miklu grjótdreifar fann eg í þeim að vestanverðu 16 litla blágrýtissteina, ávala og með náttúrlegum göt- um í gegn. Held eg, að þeir hafi verið notaðir í vefstól sem kljásteinar. Auk þess var stærri sökkusteinn úr grásteini, sívalur jafnt til beggja enda, dálítið flatvaxinn, um 16 sm á lengd og 20 sm ummáls, með klappaðri rauf fyrir band um miðjuna að endilöngu. Sprunginn var hann nærri þvert um miðju, en hékk þó saman. Langt aðfluttir hljóta allir þessir steinar að vera. (Kljásteinar frá Noregi?). Til minningar um Eilíf hlóð eg þarna á móklöpp (,,eilífa“!) vörðu nógu lága (tæplega 1 m) úr beztu steinum og hellum, og lagði þar um kring hellublöð til að hlífa blæstri. Lét svo kljásteinana alla og sökkuna þarna efst á vörðuna. — Og mælist til, að enginn hreyfi við þessu eða flytji burt, nema þá í Þjóðminjasafnið í Reykjavík. Leifar hellublaða og smásteina sjást líka milli nefndra rústa og eins nokkuð austar en eystri rústin er. Lítur helzt út fyrir, að þar hafi verið einstök hús eða smákofar. 44. Gröf. Hún var mikil jörð og góð, byggð úr landi Oddans litla, sjálfsagt mjög snemma á öldum, þótt ei sé hennar getið fyrr en í elzta máldaga Oddastaðar, sem er talin vera frá 1270 (en er vafa- laust mikið eldri að stofni til. Þar er líka getið um Gauksstaði, en ekki Litla Odda). Bærinn var 3—4 km ofar en Litli Oddi, nærri Hróarslæk, og stóð á litlum hálsrana, sv. undir endanum á langri öldu: Bjallanum í Grafarnesi. Gróið er alveg yfir rústirnar og þar í kring, svo að ekki sér móta fyrir bæjartóttum eða öðru en nýlegri kofatótt. Bjallinn er jafnhár sandinum að vestanverðu, með djúpri geil á milli. Er og Grafarnesið allt miklu lægra en sandurinn, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.