Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 4
8 4. Skallakot. Svo sem 500 m fyrir vestan Ásólfsstaði, á innri bakka Illagils, er rúst, sem nefnd er Skallakot. Hún var grafin upp árið 1939 (sjá Fg). Nú er gröfturinn smátt og smátt að fyllast af áfoki. (Árb. ’84—5 nr. 4.) 5. Fyrir botni Langagils í Ásólfsstaðaskógi er nafnlaus bæjarrúst undir brekku, sem í daglegu tali er nefnd , ,Stórólshlí8“. (Br. J. ,,Stórólfshlíð“, Fg ,,Stórhólshlíð“.) Rústin fannst árið 1873 og var þá skógivaxin. Enn var þar nokkurt kjarr, þegar hún var grafin upp 1939. Nú er þar moldargröf, sem fyllist smátt og smátt af aur- rennsli. (Sjá Árb. ’84—5 nr. 5 og Fg.) 6. Sel á Leiti. Nálægt miðju Leitinu, sem er innsti hluti Ás- ólfsstaðaskógar, er selrúst í svonefndri Seltorfu. Rústin er við götuna, sem liggur norður eftir Leitinu, beint niður undan því eina klettagili, sem klýfur hamrabeltið efst í Leitinu, en Seltorfa nefnist brekka sunn- an við lækinn úr gilinu. Rústin er nú skóglaus, en þéttur skógur allt umhverfis. 7. S el í S elj atungum. Á tveimur stöðum í Seljatungum eru líkur til að sel hafi staðið. Vestri rústirnar eru á flötum móa örskammt upp frá horninu á skógræktargirðingunni (Þjórsárdalsgirðingunni), og er hornstólpinn múraður niður, en vatnsból er innan girðingar, ekki steinsnar frá horninu. Þarna er aðeins um að ræða þúfnabala, sem ekki eru tvímælalaus mannaverk á, en fornar götur sveigja fyrir þá á eftirtektarverðan hátt. Eystri rústirnar eru á austurbakka vestra gilsins, sem sker Selja- tungurnar, uppi undir brekkunni. Gamlar götur liggja rétt neðan við þær. Þetta eru aðeins nokkrar reglulegar lautir, sem ekki eru tví- mælalaus mannaverk. 8. Dys á Skriftufellsfjalli. Á austurbrún Skriðufellsfjalls er forn dys. Hún er á moldarfláa um 80 m innan við læk þann (Míg- andalæk), sem fellur í háum fossi austur af hömrum fellsins innan við Selfitjar. Frá dysinni eru um 150 m fram á hamrabrúnina, en rétt fyrir ofan dysina er klettahaus með grunnu skarði og stuðlabergi neðst. Dysin er nú aðeins lítil steinadreif á moldinni, en áður hefur fundizt þar beinagrind úr manni og járnbútur, en nú er flest allt glat- að. (Nokkur mannsbein komu til safnsins 1941, Þjms. 12908.) 9. Karlsstaftir. Skammt austan við túnið á Skriðufelli var bær, sem hét Karlsstaðir. Þar sér lítið eitt til fomlegra rústa og tún-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.