Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 21
25 Til þessa tíma, þ. e. 11. aldar, og væntanlega að einhverju leyti til hinnar 10., ætti því að mega áætla aldur þeirra lögbýla landsins, svona yfirleitt, sem í ábúð hafa verið síðari aldirnar, en vér höfum enga sögulega vitneskju um, hvenær grundvölluð voru. Finna má nokkur rök fyrir því, að tala þeirra bæja, sem greind er í hinum elztu heimildum, sem koma nálægt þessu efni, kirknamál- dögum, svarar nokkurn veginn til tölu þeirra lögbýlisjarða, sem í við- komandi sóknum voru, þegar jarðatalið fór fram í upphafi 18. aldar, eða svo að vandræðalítið mun að samræma það, a. m. k. sums staðar. Vitanlega verður slíkri athugun naumast komið við nema þar, sem vitað er, að sóknarskil voru hin sömu í fornöld og enn voru um 1700. En allvíða munu sóknir hafa leystst upp á þessu tímabili og bæirnir skipzt á milli annarra. Um aðrar er vitað, að þær hafa orðið fyrir áföllum af ágangi elds, jökla eða uppblásturs, svo að bæjum hefir fækkað af þeim sökum. Verður nú reynt að finna þessu nokkurn stað á litlu, afmörkuðu svæði í framsveitum Skagafjarðar. í hinum fornu kirknamáldögum er mjög víða greind tala þeirra bæja, án þess að nafngreindir séu nema sára sjaldan, sem hey- og Ijóstollum áttu að svara til viðkomandi kirkju. Er sú tala ærið mis- jöfn, sem að líkum lætur. I hinu elzta norðlenzka máldagasafni, sem til er og kennt hefir verið við Auðun Þorbergsson, sem biskup var á Hólum frá 1313—22, leikur t. d. þessi bæjatala í Skagafirði á allt írá 1 og upp í 28. Kirknamáldagar úr Hólabiskupsdæmi eru engir til eldri en þessir, en fræðimenn telja, að stofn margra Auðunarmáldaga muni vera miklu eldri en frá hans dögum. I fljótu bragði kann það að sýnast undarlegt, að kirkja, sem al- kirkju skyldur og réttindi virðist hafa haft, skyldi vera reist fyrir að- eins einn bæ, auk kirkjustaðarins sjálfs. Gæti þetta vakið þá hugsun, að bæjum hefði fækkað þar í sókn, frá því að kirkjan var byggð. Svo gæti og hafa átt sér stað sums staðar. En þess ber einnig að gæta, að í hinni fyrstu kristni var hverjum heimilt að láta gera kirkju á sínum bæ, og hefir þar væntanlega ráðið mestu um rausn jarðeigandans og trúmálaviðhorf hans. Er því ofur eðlilegt, að ýmsar þeirra hafi í upp- hafi verið staðsettar án nokkurs tillits til þess, að þær gætu orðið mið- stöð hæfilegrar kirkjusóknar. Það er fyrst með gildistöku tíundarlag- anna frá lokum 11. aldar, að lagt er á vald biskups að ákveða, til hvaða kirkju hver bær skyldi lúka tíundum, með öðrum orðum að ákveða sóknartakmörk. Fyrr munu engin ákvæði hafa verið til um það, svo vitað sé (Skírnir 1948, bls. 7). Hins vegar virðist ekki hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.