Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 27
31 Hjáleigur 1713: Mælifellsá skiptist þá í tvær jarðir, nær óháðar hvora annarri, en var ein jörð til forna og fram yfir miðja 14. öld, en var þá skipt að „völlum og húsum“ (Fbrs. V, 481). Með nr. 5: Efra- kot, Neðrakot og Teigakot. Með nr. 6: Þorsteinsstaðakot. Með nr. 8: Hvammkot, og með Mælifelli: Hamarsgerði vestan Svartár. Reykja- kot mun hafa byggzt á öndverðri 19. öld og fór í auðn upp úr alda- mótunum. Mælifell er landnámsjörð. 3. Goðdalir. I Auðunarmáldaga segir: ,,Þar skal vera prestur og messudjákn.jTekur prestur utangarðs- leigu hálfa fimmtu mörk. Af 9 bæjum lýsistollur og heytollur". Takmörk sóknarinnar hafa verið: að norðan hin sömu og enn eru, en að sunnan Jökulsá vestari. Innan þessara takmarka voru 1713 þessar sjálfstæðar jarðir: 1. Sölvanes (1377, Fbrs. III, 318), 2. Gilhagi (Landnáma), 3. írafell (landnámsjörð), 4. Svartárdalur (1388, Fbrs. III, 409), 5. Ánastaðir (1391, Fbrs. VIII, 14), 6. Breið (1332, Fbrs. II, 674), 7. Hóll (um 1490, Fbrs. IV, 342), 8. Sveinsstaðir (um 1490, Fbrs. IV, 342), 9. Villinganes (um 1490, Fbrs. IV, 342), 10. Tunguháls (1318, Fbrs. II, 464). Líklegt er, að hálfkirkja hafi verið að Gilhaga, þó að hennar sé ekki getið í máldögum né annars staðar fyrr en 1525. Er jörðin þá seld undan Hólastól, sem átt hafði hann um nokkurt skeið, og tekið fram, að þar sé hálfkirkjuskyld. Lofaði kaupandinn að gera upp kirkjuna, sem þá virðist hafa verið niðurfallin, eða að falli komin, en biskupinn lét honum í té efnivið til hennar (Fbrs. IX, 284). — I Jarðabókinni segir, að bænhús hafi verið þar til foma. Standi það enn og sjáist til kirkjugarðsleifa, og að mannabein hafi fundizt í bakka þeim, sem bæjarlækurinn hafi brotið. Muni því þarna hafa verið heimamannagröftur. Enginn mundi þó, að tíðir hefðu verið veittar þar. — Gröftur mun ekki hafa verið leyfður nema við helztu hálfkirkj- ur, svo vart er að efa, að þarna hefir verið kirkja um langa hríð, þó að hennar sé ekki getið fyrr en þetta. 1 landi Gilhaga, sem jafnan hefir þótt vegleg jörð, var eitthvað af fornum smábýlum, sbr. Jarða- bókina. Að Gilhaga frádregnum verða bæirnir níu eins og í máldaganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.