Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 46
50 Venjulega voru tveir, sem færðu í, hvor með sína ífæru og þótti bezt að færa í augun á hákarlinum. Með snöggu átaki var svo hausnum kippt upp á borðstokkinn, þannig að hnakkinn snéri upp, og tók þá þriðji maður hnallinn og rotaði hákarlinn; til þess að rota hann þurfti ekki nema eitt högg, ef það kom á réttan stað. Hnallurinn var trékylfa, um 120 sm löng, með hnúð á þeim endanum, sem lenti á hákarls- hausnum. Nú þurfti að losa krókinn, sem eins og áður er sagt var oftast niðri í maga. Þá var krían tekin. Það var aflangt áhald úr tré með klauf á neðri enda. Nú var klaufinni rennt niður eftir sóknar- taumnum og niður í buginn á króknum. Því næst var króknum ýtt neðar og kríunni haldið fastri í bugnum og hvort tveggja dregið upp úr hákarlinum. Því næst var gómbíturinn tekinn. Það áhald var þann- ig, að fremst á tréskaft um 120 sm langt var sett járnskeifa og voru endar hennar beygðir út frá skaftinu og mynduðu hvassa odda. Þessu var stungið upp í hákarlinn og féll þá efri skolturinn niður á þessa odda og sat þar fastur. Nú stóð skaftið mestallt inn af borðstokknum og myndaðist þannig vogarafl, þegar ýtt var á skaftendann niður í rúmið, svo að hákarlstrjónan lyftist upp fyrir borðstokkinn. Þá var skálmin tekin; það var sveðja mikil, blaðið úr járni um 75 sm langt og eins og 2 sm breitt, skaftið var um 60 sm langt. Skálmin var mjög biturlegt vopn og geymd í tréhulstri, sem kallað var skeiðar, til að forðast slysahættu, og fékk sá maður alvarlega áminningu, er gleymdi að stinga skálminni í skeiðar, þegar hann var búinn að nota hana. Með skálminni var stungið í gegnum hákarlstrjónuna og skorið kringlótt gat, um 15 sm í þvermál; því næst var farið með hendina inn í gatið, tekið í mænuna og hún dregin úr hryggnum. Það var kall- að að trumba. Það kom varla fyrir að mænan slitnaði, en ef hún slitnaði, var sá hákarl skorinn upp í bátinn, það er í hæfileg stykki, og allur innbyrtur, því þar sem mænan varð eftir var líf í búknum, og þegar átti að hafa slíkan hákarl utanborðs og róa fyrir honum, þá var hann með sporðinn á hreyfingu, og dró það mjög úr skriði báts- ins og gerði róðurinn erfiðari. Nú var að koma seilabandinu á réttan stað; væri það ekki gert, slitnaði hákarlinn af seilinni og tapaðist. Sá, sem seilaði, varð fyrst að ákveða, á hvort borðið átti að seila. Venjulega var seilað á bak- borða fyrst, því hákarlinn var dreginn og drepinn á stjórnborða. Þá var skálminni stungið í gegnum „gömlu seil“, það er kjaftvik há- karlsins. Það er eini staðurinn á hausnum, sem svo seigt er í, að ekki slitnar út úr. Bakborðahákarl var þá stunginn gegnum vinstra kjaft- vik og seilabandið, sem var með ástímaðri lykkju, dregið í gegnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.