Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Page 53

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Page 53
57 er 13,5 sm, eggin 8,8 sm. (NB. Hugsanlegt er, að önnur hvor öxin hafi upprunalega verið í 2. kumli.) d. Spjót, af K-gerð Jan Petersens, Vikingesverd, bls. 33, 21. mynd, fremur óvandað, 39,5 sm að 1., mesta breidd fjaðrar 2,5 sm. e. Hnífsblað, brotið af tanganum, 9,3 sm langt, 2,9 sm breitt, en það er óvenjulega mikil breidd. f. Brýni, óvandað, úr grárri, útlendri steintegund, brotið. g. Hringja úr járni, lítil og kringlótt, í tveimur hlutum. h. Tinnumoli, grár. Allt lá þetta á tjá og tundri í flaginu, og verður ekki vitað, hvernig það hefur verið staðsett upphaflega. Auk þessa lágu svo enn á sínum stað í kumlinu: 1. Hringja úr járni, mikið til kringlótt, 4—4.5 sm í þvm., þorn- inn að mestu af; lá í beltisstað og mun vera beltishringja. j. SkjaLdarbóla í mörgum brotum, en bersýnilega hefur hún verið stór og sterkleg, af gerðinni Rygh 562. Hún var á hægri öxl hinum heygða, og hefur skjöldurinn eflaust verið lagður yfir höfuð honum. k. Trjábörkur, leifar, gætu verið úr öskjum. Auk þessa voru í kumlinu allmiklar viðarleifar, sem sumpart lágu undir, sumpart ofan á beinunum. Ekki geta þær verið úr kistu, enda lá hornskakkt í þeim miðað við horf grafarinnar. Að einhverju leyti eru þær úr skildinum og sköftum vopnanna, en það endist varla til að skýra magn þeirra. Ef til vill hafa fjalir eða flekar verið lagðir undir líkið. — Ekkert fannst, sem hestinum hafði fylgt. 2. kuml. Um 2,5 m sunnar var annað kuml, sem að mestu Ieyti var óhreyft, en þó hafði ýtan skemmt fótahlutann nokkuð, og lágu þar ofan á annar fótleggurinn og falbrotinn spjótsoddur, sem ég hygg vera úr þessu kumli. Beinagrindin var úr miðaldra karlmanni (Jón Steffensen), yfirleitt vel varðveitt, en sumir hlutar hennar voru þó gjörfúnir. Sást hér eins og í hinum gröfunum, að jarðvegur er hér mjög misgeyminn, svo að sumir hlutar beinagrindarinnar voru vel varðveittir, þar sem aðrir voru með öllu horfnir. Á þessa vantaði auk þess annan fótlegg og annan lærlegg, og mun það vera ýtunnar sök. Lega líksins hafði verið lík og í 1. kumli (3. mynd). Líkið hefur verið lagt á hægri hlið með vinstri handlegg krepptan, og líklega hefur höndin haldið um spjótsskaft, en hægri handleggur hefur verið beinn niður með síðunni. Fætur hafa verið krepptir, og höfuðið hvílt á hægri

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.