Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 60
64 þess námu við andlit hans. Sverðið hefur varðveitzt í allri sinni lengd, 86 sm, þar af brandurinn 74 sm. Hjöltin eru því sem næst bein séð frá hlið, fremra hjalt 10,8 sm að 1., eftra 8 sm. Bæði eru þau sporöskjulöguð neðan frá séð, hið fremra jafnvel bátlaga. Bæði þessi atriði og eins hitt, að fremra hjalt er örlítið bogadregið, sýnir, að sverðið ber að telja til Q-gerðar Jan Petersens, Vikingesverd, bls. 137, 111. mynd. Mun þó líklega með þeim elztu þeirrar gerðar og mjög nærri M-gerð. Meðal- kafli sverðsins er 8,2 sm að 1., breiðastur fremst. Á tanganum eru kinnar úr tré, sem að framan eru þannig festar, að þeim er stungið inn undir fremra hjalt, en við eftra hjalt eru þær vafðar með þræði. Brandurinn er 6 sm breiður efst, en mjókkar fram eftir. Hann er í slíðrum úr tré, sem klætt hefur verið utan með fíngerðum dúk (úr líni?), en utan yfir því hefur verið fíngert skinn. Á nokkrum stöðum hefur verið bundið utan um slíðrin, og 12 sm neðan við op þeirra hefur verið spöng úr járni, lík- lega til að festa sverðsfetilinn við. Döggskór hefur verið úr skinni, mjög lítill. Á hjöltum, einkum hinu eftra, sjást vefnaðar- leifar með greinilegri vaðmálsvend. b. Öxi, fyrir aftan höfuð mannsins; eggin hafði snúið að honum, en skaftið aftur eftir gröfinni. Af því hefur aðeins varðveitzt það, sem er í auganu, en blaðið er fremur lítið, 16 sm að 1. og 6,8 sm fyrir munn. Fremri hyrna teygist ögn meira út en hin, en oddar eins ofan og neðan við auga. Telst til G-K-gerðar Jan Petersens. Á axarblaðinu eru leifar af grófum einskeftum ullar- dúk. c. Skjaldarbóla, lá rétt neðan við höfuðkúpuna, svo að skjöldur- inn hefur verið lagður yfir efri hluta líkamans eins og í 1. kumli. Bólan er í mörgum brotum, hefur verið þunn og efnislítil, með mjög litlum þrengslum ofan við kragann eða brúnina, af gerð- inni Rygh 563, eins og sú, sem fannst í kumlinu í Baldurs- heimi, Þjms. 7. d. Spjót, var miðja vegu milli manns og hests, ekki heilt, því að fjöðrina vantar svo til alla; lengd nú 20,2 sm. Virðist tvímæla- laust hafa verið af K-gerð Jan Petersens eins og spjótin í hin- um kumlunum tveimur, en þó öllu formfastara en þau. Spjóts- brot þetta stóð beint upp á endann, og vissi falopið niður. Ekki er augljóst, hvernig á þessu stendur. e. Hnífur, lá í beltisstað og snéri oddi fram eftir, 18,5 sm langur. f. Tvö met úr blýi, annað ferkantað, vegur 2,310 gr, hitt kringlótt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.