Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 65

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 65
SKYRSLUR I. Aðalfundur 1953. Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn í húsi Þjóðminjasafns- ins 30. des. það ár. Formaður félagsins setti fundinn og minntist nokkurra félags- manna, sem látizt höfðu á árinu. Nafngreindi hann Sigurgeir Sigurðsson, biskup, dr. Bjarna Aðalbjarnarson, Guðmund Gamalíelsson, bóksala, og Sigurgeir Ein- arsson, fyrrv. heildsala. Risu fundarmenn úr sætum í virðingar skyni við minn- ing hinna látnu manna. Nokkrir nýir félagar höfðu bætzt á árinu. Formaður skýrði því næst frá, að árbók ársins 1953 væri fullsett í prent- smiðju, en því miður hefði sökum anna í prentsmiðjunni ekki orðið hægt að koma árbókinni út fyrir áramót. Þessu næst las formaður upp reikning félagsins fyrir árið 1952.1) Nú urðu nokkrar umræður um árbók félagsins. Snæbjörn Jónsson lagði áherzlu á nauðsyn þess, að árgangar þeir af árbókinni, sem uppseldir eru, verði hið fyrsta endurprentaðir, og lagði til, að stjórnin leitaði eftir sérstökum fjárstyrk til þessa. Raddir komu fram, að Fornleifafélagið léti til sín taka bæjarnafnabreytingar, sem mjög hafa farið i vöxt á undanförnum árum. Urðu um þetta nokkrar um- ræður, og var að lokum samþykkt svofelld ályktun: „Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags, haldinn 30. 12. 1953, ályktar, að á undanförnum árum hafi breytingar á gömlum íslenzkum bæjarnöfnum gengið lengra en góðu hófi gegnir, og beinir þeirri áskorun til réttra hlutaðeigenda, að þeir komi í veg fyrir slíkt, nema mjög mikilvægar ástæður séu fyrir hendi“.2) Embættismenn félagsins, fulltrúar og endurskoðunarmenn, þeir er verið hafa, voru allir endurkjörnir. Fleiri mál voru ekki tekin fyrir á fundinum, og sleit formaður honum, er fundarbók hafði verið lesin upp og samþykkt. 1) Er reikningurinn prentaður í Árbók 1953. 2) Ornefnanefndinni var skýrt frá þessari fundarsamþykkt 3. n. m., og er birt hér á eftir svar formanns þeirrar nefndar, ásamt þar með fylgjandi skrá um breytingar á bæjarnöfnum, sem nefndin hefur samþykkt, og þær breytingar, sem leyfðar höfðu verið áður en örnefnanefndin tók til starfa í des. 1935.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.