Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Blaðsíða 66

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Blaðsíða 66
70 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Loft var aðeins yfir fremsta stafgólfi, og hefur naumast verið ætlað fyrir söfnuðinn. Ekki er nefnd skrá né lykill í hurð. 1 vísitazíunni 1706 er kirkjan sögð aðeins 4 stafgólf og gæti það bent til þess, að þá sé aftur byggð ný kirkja. Svo mun þó ekki vera, þá eru aðeins liðin 50 ár frá því að kirkjan var byggð, og ef þar væri aftur byggð ný kirkja, myndi þess efalaust getið,18) enda kemur í ljós, að í vísitazíu 1727 er kirkjan aftur talin 5 stafgólf, og má fullyrða, að þetta er enn sama kirkja og byggð var skömmu fyrir 1657, enda er hún sögð vera farin að láta nokkuð á sjá í vísi- tazíu 1734. Þegar Finnur biskup eða umboðsmaður hans lýsir kirkjunni 20 árum síðar, virðist hann lýsa gömlu húsi, og kemur sú lýsing enn að öllu heim við fyrri lýsingar kirkjunnar. Nú má draga dæmin saman um síðustu sóknarkirkju á Núpsstað. Hún var byggð skömmu fyrir 1657, 5 stafgólf með standþiljum allt um kring, timburgólfi í kór en hellugólfi í framkirkju, bekkjum með öllum veggjum, hálfþili norðan kórdyra og lofti í fremsta staf- gólfi. 1 kirkjunni var altari með grátum og prédikunarstóll sunnan kórdyra (og því var þar ekki þil). Hringur var í kirkjuhurðinni, en ekki virðist hafa verið þar skrá né lykill. Um 1706 er sett skrá með lykli í kirkjuhurðina og einhvern tíma síðar hefur verið bætt við þverbekkjum kvennamegin. Að sjálfsögðu hefur kirkjunni verið haldið við þannig, að dyttað hefur verið að þar sem þurfti og ef til vill skipt um einstakar fjalir, endurnýjað þak og veggir hresstir við, en ný kirkja hefur ekki verið gerð á Núpsstað. Það er kirkja Einars Jónssonar, sem enn stendur þegar séra Jón Steingrímsson gegnir þar embætti sóknarprests árið 1783. Bænhúsið. 1 katólskum sið vorubænhús lögmætar stofnanir allt eins og kirkj- urnar. Það voru guðshús í eigu bónda, og gat hann keypt þjónustu til þeirra, messur, skírnir, vígslur o. s. frv. af sóknarpresti sínum samkvæmt lögákveðnum taxta. Eftir siðaskipti var þetta allt lausara í reipunum; stjórnarvöld landsins og biskupar vildu losna við bæn- húsin, enda lögðust þau smátt og smátt niður öll saman, en um messur og aðra þjónustu í þeim mun hafa farið eftir samkomulagi við sóknarprestinn. Eftir 1765 hættir kirkjan á Núpsstað að vera sóknarkirkja, en þó messa prestar þar enn, og er þá eðlilegt að líta á hana sem bæn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.