Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 15
ALTARISKLÆÐI FRÁ SVALBARÐI
19
7. mynd. Tveir brϚur og brotnir gimsteinar.
Kratoni hinum spaka og öllum lýð nær veranda svo heila og aftur-
skipaða, að einskis kyns mark fannst á þeirra formi, að nokkurn
tíma hefði þeir brotnir verið. Og fyrir stórmerki svo háleitrar
jartegnar snýst Kraton spekingur til hægri handar fallandi til
fóta sælum Jóhanne postula með þeim tveim ungum mönnum, er
fyrr voru greindir, og með öllum sínum lærisveinum, trúandi vel
og réttlega á drottin vorn Jesúm Kristum".9
Á myndinni sést postulinn standa með hluti í hendi, sem munu
vera hinir endurbættu gimsteinar. Framjni fyrir honum standa tveir
menn, og ætla ég, að það séu bræðurnir og hafi þeir fært honum
gimsteinabrotin; á milli þeirra og postula sjást liggja 7 smáhlutir.
Má vera, að það séu gimsteinabrotin. Efst uppi sést enn hönd guðs.
Ekki er mikill efnismunur á gerðum sögunnar. I I, II og III
safnar postulinn sjálfur saman gimsteinabrotunum. í IV er þess
ekki getið, að postulinn haldi gimsteinunum í hendi sér. Má því
segja, að gerð sögunnar í Tv. p. s. falli bezt að myndinni, þó I, II
og III komi að vísu vel heim.