Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 17
ALTARISKLÆÐI FRÁ SVALBARÐI
21
8. mynd. Tveir öfundsjúlcir brœöur.
ur þykir það mestu varða að hafa gull og gimsteina. Nú farið í
skóg og berið til mín byrðar ykkrar af réttum vöndum.“ Og er
þeir hafa svo gjört, kallar hinn sæli Jóhannes á guðs nafn yfir
vönduna, og án dvöl snúast þeir upp í gull. Eftir það gjört talar
Jóhannes til þeirra: ,,Berið enn til mín smásteina af sjóvar ströndu."
Og er þeir hafa svo gjört, kallar vors herra vin hunanglegt nafn
drottins síns og snýr hrjúfa grásteina upp í fagra gimsteina. Síðan
talar hann svo til þeirra aumu bræðra: „—--------------Farið nú leið
ykkra og leysið aftur þær jarðir, er þið selduð fyrir nafn drottins
míns Jesús Krists, því að glatað hafið nú þá ömbun, er þið eignuð-
uzt áður í himinríki. Kaupið nú klæði fögur, að þið skínið um
stund sem rósa, en fallið síðan í fölnan sem sú rósa, er litlu áður
sýnir sig hafa sætan ilm og ágætan roða.---------------í mikla óvizku
eruð þið voltnir, því að skipan almáttigs guðs snúið þið ykkur í
ófagnað.“----------Rétt í þann tíma, sem predicatio Jóhannis stend-
ur með þessum orðum-------------, gjörist líkfylgja í borginni Pergamo
þann sama veg, sem hinn blessaði Jóhannes situr nærri og talar