Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Side 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Side 51
KUML ÚR HEIÐNUM SIÐ 55 verkamenn bein nokkur í gjallstálinu, en uggðu þó ekki að sér, fyrr en þeir höfðu dreift úr gjallinu á veginum og í ljós komu bein bæði úr mönnum og hesti, spjót og beizlismél. Verkstjórinn, Pétur Jónsson í Reynihlíð, lét nú hætta að taka möl í hólnum. Forn- gripina sendi hann Þjóðminjasafninu, en verkamenn hröfluðu nokk- uð af beinum upp úr veginum og lögðu á vegarbrúnina. Ég var staddur á Akureyri hinn 1. júlí og var að búa mig til suðurferðar eftir nokkurra daga eftirlitsferð á Norðurlandi. Sá ég þá frétt um fornleifafund þennan í Morgunblaðinu. Brá ég þá við og fór þegar í stað austur í Mývatnssveit. Að morgni hins 2. júlí fór Pétur Jónsson með mér að Stóraforvaða, og leit ég þar á alla staðhætti. Öllu meira var þar ekki að gera, því að moksturs- vélin hafði sýnilega sópað kumlinu gjörsamlega burtu. Hafði það verið undir þúst þeirri, sem áður getur. Um afstöðu í kumlinu skal ekkert sagt, en þarna hefði verið hægt að gera skemmtilega rannsókn, þar sem allt bendir til, að kumlið hafi ekki verið áður hreyft. Ég safnaði saman miklu af hrossbeinum og töluverðu af mannabeinum, og lá þetta í báðar áttir frá gjallgryfjunni, ýmist á vegarbrúninni, þar sem verkamennirnir höfðu lagt það, eða í vegarskurðinum, ellegar á veginum sjálfum, og voru mörg þeirra beina illa sködduð orðin, þar sem yfir þau hafði verið ekið, en á þessum stað eru bein yfirleitt mjög vel varðveitt. Fleiri forn- gripi fann ég ekki. Síðar um sumarið fannst fleira, sem kom upp smátt og smátt í vegarbrúnunum, beizlishringur, gjarðarhringja og bogið járn- stykki; sendi Pétur Jónsson þessa smáhluti á safnið haustið eftir. Pétur Jónsson sagði í skýrslu sinni, að fundizt hefðu tvær höfuð- skeljar úr mönnum, önnur stór, en önnur lítil. Þegar til átti að taka, vissu menn ekki, hvað orðið hefði af hinni minni, en rétt Wun vera, að sézt hafi tvær höfuðskeljar, því að beinin, sem ég tíndi upp úr veginum, reyndust vera úr tveimur mönnum, að því er Jón Steffensen segir. Maðurinn, sem stóra höfuðkúpan er af, i'eyndist vera fullorðinn karlmaður, hitt unglingur, kyn óvíst. Haugfé, sem varðveitzt hefur úr Ytri-Neslandakumli, er sem hér segir: Spjót, sem þó vantar á falinn, leggur og fjöður til samans 29 sm að lengd. Mesta breidd fjaðrarinnar er 2,5 sm. Spjótið er sér- kennalítið, og verður því naumast í tiltekinn flokk skipað. Það er stirðlega smíðað og eggjar sljóar, en grannt er það og rennilegt. Beizlismél, þ. e. hringarnir báðir og annað mélið, hitt vantar;
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.