Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 7
altarisbrík frá stað 11 og búið er að mála það 1903. Hin líkneskin sýndu karlmenn, að því er kemur fram beint um annað, það sem eftir var í kirkjunni 1903, og óbeint um hitt í vísitazíunni 1895. Af þessum líkneskjum er ann- að talið af Ólafi helga (Brynjólfur biskup og séra Sigurður Jensson, nieð spurningarmerki þó), en hitt taldi Jón biskup mynd af Kristi. Öll líkneskin voru enn í kirkjunni 1895, en 1903 er annað karllíkneskið horfið. Prestur staðarins, séra Filippus Magnússon segir að vísu, að það hafi aldrei í sína umsjón komið, en þó er fullvíst, að það hverfur úr kirkjunni á hans dögum, með hans vitund eða án hennar. Nú hyggur frú Ingibjörg að fyrra bragði, að prestur þessi hafi einmitt útvegað Boga í Búðardal tréskurðarmynd þá, er hann átti og taldi Ólaf helga, svo að líkurnar verða sterkar, að allt sé sama myndin, sú sem hverfur frá Stað á dögum séra Filippusar og sú sem Bogi eignast um hendur sama manns á sama tíma. Ilugsanlegt er, að séra Filippus hafi verið búinn að gleyma, að hann lét myndina, en hitt er þó eins líklegt, að hann hafi ekki hirt um að gangast við því eins og á stóð, þegar vísitazían var gerð árið 1903. Honum hafði þá nýlega verið vikið frá embætti, og má vera, að honum hafi þótt nóg komið, þótt hann færi ekki að tíunda smámuni eins og þann áð hafa fargað af- gömlu likneski úr pápisku. Og vel má einnig vera, að hann hafi ekki viljað koma upp um að líkneskið var hjá Boga í Búðardal, af ótta við að farið væri að rekast í því og jafnvel heimta það af honum aft- ur. Hann kann að hafa hugsað sér, að þarflaust væri að blanda öðrum í þetta uppgjör hans við kirkjuna, þótt hér væri reyndar um smáa yfirsjón að ræða. En hváð sem um þetta er, virðast líkurnar yfirgnæfandi að Búðar- dalslíkneskið sé úr bríkinni frá Stað. Við það sem þegar er sagt, bætist þetta: Líkneskið í Búðardal var talið Ólafslíkneski. Sama er að segja um eina myndina á Stað. Þetta líkneski er 60 sm hátt, ná- kvæmlega jafnhátt og hitt karllíkneskið á Stað, sbr. ummæli Matt- híasar Þórðarsonar hér að ofan. Þegar á allt er litið, þótti vafalaust orðið, á þessu stigi rannsóknarinnar, að Búðardalslíkneskið hlyti áð vera úr kirkjunni á Stað á Reykjanesi. 3 Þegar sýnt þótti, að líkneskið frá Búðardal væri úr Staðarkirkju og væri í rauninni ein þeirra trélíkneskja, sem um getur í vísitazíu- gerðunum, hlaut sá grunur að vakna, að helgimaður þessi væri einn úr hópi þriggja dýrlinga, sem myndað hefðu heild sín í milli. Um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.