Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 10
14 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS líkneskið á botnfjöl bríkarinnar. Aftan á styttunni eru einnig tvö naglaför. Að lokum er svo þess að geta, að Haraldur Ágústsson viðartegunda- fræðingur telur líkneskið gert úr góðri vetrareik, og skal þá að svo mæltu snúið að Búðardalslíkneskinu, sem var upphaf þessarar rannsóknar. 2. Líkneskið frá Búðardal, gert úr eik, 60 sm á hæð, mesta breidd 28 sm, en mesta þykkt 11 sm, en það er lengst til hægri (framan frá séð), bekkbrúðan, en síðan þynnist myndin til vinstri og hefur mestan lágmyndarsvip þar. En myndin er í rauninni mjög hátt upphleypt lágmynd, bakhliðin slétt og óunnin og ekki ætluð til að sjást, en höf- uð líkneskisins má þó heita heilskorið og losnar alveg frá bakgrunn- inum efst. Hægri hlið, þ. e. það sem út snýr á stólbrúðunni, er sömu- leiðis mjög gróft unnin, og hefur ekki heldur átt að sjást. Myndin sýnir mann, sem situr á stól eða bekk með lágri en sterklegri brúðu. Maðurinn lýtur nokkuð fram og hallar svolítið á, horfir hliðhallt fram til vinstri. Hann er í skósíðri skikkju, sem liggur í miklum fellingum yfir vinstri handlegg og hné og nær síðan alveg niður að grunni líkn- eskisins. Skikkjan er fest saman með breiðu þverbandi ofarlega á brjósti. Rétt ofan við skikkjufaldinn vottar fyrir punktaröð til skrauts. Innan undir skikkjunni er maðurinn í kyrtli, sem einnig er skósíður, og nær ermi hans fram undan skikkjunni og fram á vinstri höndina, en neðst sést fram undan kyrtilfaldinum á breiðan skó með þykkum sóla. Á vinstra hné hefur maðurinn stóra kúlu, jarðhnöttinn eða ríkisepli, með böndum umhverfis og yfir um, en ekki að neðan, og krossmarki upp úr, en vinstri höndin hvílir ofan á kúl- unni. Hægri höndin og handleggur hafa legið fast upp að bakgrunni myndarinnar og verið sem upphleypt og vantar nú. Aðeins upphand- leggur sést, og fram yfir hann hangir hluti af skikkjunni, og sést þar sams konar punktaröð og neðst, svo og á börmum skikkjunnar niður eftir bringunni. Andlit mannsins er með mjög stórum drátt- um, nefið langt, nokkuð hátt og lítið eitt bogið, kinnbeinin há, skeggið mikið og hrokkið, yfirskeggið látið ná langt út og niður yfir kinn- skeggið. Hárið er einnig mikið og sítt og nær alveg út á axlir, gert á svipáðan liátt og skeggið, skipt í stóra lokka eða vöndla. Á höfðinu er svo kóróna með 11 tökkum. Hún er sérsmíðuð, tálguð úr þremur eikarbútum, sem síðan eru límdir á koll líkneskjunnar með eins konar snikkaralími. Hugsanlegt var, að Stefán Eiríksson hefði gert þessa kórónu, en eftir vandlega athugun þykir líklegast, að kórónan sé upprunaleg. Stefán Eiríksson hefur þá sennilega ekkert gert annað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.