Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 23
HUGLEIÐINGAR UM EDDUKVÆÐI 27 Eitt af sérkennum eddukvæðanna er það, hve torvelt er að tímasetja þau. 1 sama kvæði koma fyrir gamlar og unglegar orðmyndir, og fornar og nýjar hugmyndir. Meðal fræðimanna leikur áætlaður aldur kvæðis stundum á 2—3 öldum. Annað er að mörg kvæðanna virðast úr lagi færð, sömu eða mjög líkar vísur koma fyrir í fleiri en einu kvæði, og sama kvæði, sem til er í fleiri handritum, virðist þangað komið eftir leiðum meira eða minna óháðum hver annarri. Völuspá er þannig bæði í Konungsbók, Hauksbók og Snorraeddu og virðast allt vera sjálfstæðar uppskriftir á kvæðinu, mismunur á röð og fjölda vísna. Um þetta farast Einari Ól. Sveinssyni svo orð: „Kvæða- lok eru stundum einkennileg — og jafnvel grunsamleg (Brot, Guðrún- arkviða I og II), og ekki er með öllu fyrir að synja, að fellt hafi verið niður úr einu kvæði, það sem líkt var í öðru, eða jafnvel, að kvæðum hafi á stöku stað verið ruglað saman, þegar safnið var gert“ (bls. 183). Þessi einkenni eddukvæðanna benda til þess, að þau hafi verið til í misgömlum búningi, er þeim var safnað saman í bók á 13. öld, og að almennt hafi verið, áð varðveittir væru aðeins kvæðishlutar, sem þó sýnilega gátu átt við aðra kvæðishluta, fengna úr annarri átt. Ennfremur virðast kvæðin hafa verið talsvert útbreidd hér á landi, er söfnun þeirra hófst, og sum þeirra þá nýort eða nýendurort, sem bendir til þess, að þau hafi enn verið lifandi eign almennings. Það er ljóst af Snorraeddu, að Snorri Sturluson hefur þekkt flest ef ekki öll þau kvæði, sem eru í Sæmundareddu, enda tilfærir hann vísur úr fjölda þeirra og vísar til annarra með nafni. En hann hefur þekkt mörg kvæðanna í annarri mynd en þau eru í Sæmundareddu, enda er það haft fyrir satt, að slíkt kvæ'ðasafn hafi ekki verið til, þegar Snorraedda var samin. Ef því aðeins var um munnlega geymd kvæðanna að ræða, þá hefur Snorri munað öll eddukvæðin, ásamt fjölda annarra kvæða og vísna. Þetta er hugsanlegur möguleiki fyrir roann á borð við Snorra, sem ætla verður bæði frábært minni og brageyra, og gæti jafnframt verið skýring á sumu í hinni sérkenni- legu geymd eddukvæðanna. En það er lítt skiljanlegt, að kvæði, sem skráð eru eftir munnlegum flutningi á sama árinu e'ða áratugnum skuli verða með misfornlegri réttritun — þar finnst mér eðlilegra að gera ráð fyrir misgömlum skráðum fyrirmyndum. Snorri Sturluson verður fyrstur manna til að gera eddukvæðun- um í heild nánari skil, og er því gagnlegt að gera sér grein fyrir sjónarmiðum hans í sambandi við kvæðin, með því líka að þau hafa orðið mjög til að móta álit sfðari tíma manna á kvæðunum. Snorra- edda er hugsuð sem kennslubók handa ungum skáldum, sem vildu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.