Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 28
32 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Alfræði íslenzk III, 1917—1918, bls. 86—90) og AM 438c 12mo (H. Bekker-Nielsen. En god bon. Bibl. Arnamagn. XXV, 1, 1961, bls. 52— 58), en í „Kataíog over den Arnamagn. Hánáskriftsaml." er ekki unnt að sjá það nákvæmlega. Þannig geta „Bonner" verið æði víð- tækrar merkingar þar og tekið t. d. einnig til ritningarstaða. I AM 433c 12mo eru auk Margrétar sögu og ýmissa lausna yfir jóðsjúkri konu þessar ritningargreinar: Lúk. 1: 39—47; Lúk. 2: 1—14, Lúk. 1: 57—68 og Lúk. 1: 26—28, allar á latínu og lúta að þungun og barneign Elísabetar og Maríu guðsmóður. I ýmsum öðrum handritum í Árnasafni en þeim, sem Margrétar saga er á, eru bænir og í AM 434c 12mo einnig upphafið á Jóhann- esar guðspjalli. Það er þó ekki hægt að dæma nánar um, hvers eðlis þessar bænir munu vera, því enn er þessi þáttur fornrar íslenzkrar menningar að kalla óplægður akur. Hið eina íslenzka lækningaskjal, svo vitað sé, sem varðveitt er eins og það mun hafa verið notað, er úr Biskupsskjalasafni og hefur verið lýst af Magnúsi Mávi Lárussyni í Árbók fornleifafél. 1951—52, bls. 81—90. Þetta er 10,8x58,4 sm skinnræma, sem vel má hafa verið notuð líkt og belti um sjúklinginn. Á ræmuna er ritað beggja vegna mikið mál, sem tekur yfir liðlega 3 bls. í Árbókinni, og er það að efni til særing og bæn við kveisu eða ikt, rituð um 1600. Auk særinga og bæna eru eftirfarandi partar úr heilagri ritningu á latínu: Jóh. 1: 1—14, Matt. 8: 1—13 og 9: 1—8, og nokkur hinna 72 nafna guð- dómsins. Það er athyglisverð þessi notkun ritningargreina inn á milli særinga og bæna. Versin úr Mattheusar guðspjalli segja frá lækningum Krists og tengjast því með nokkrum hætti tilgangi kveisublaðsins, líkt og versin úr Lúkasar guðspjalli lausn yfir jóð- sjúkri konu. En Jóh. 1:1—14, sem greinir frá upphafi heims, verður ekki sett á annan hátt í samband við lækningar en fyrir kraft þeirrar helgi, sem tengd er heilagri ritningu og þá sérstaklega sköpunarsög- unni. Jóh. 1:1 er einnig í blóðstemmum (Alfr. III, 111, og An Old Icelandic Medical Miscellany, 50 og 51) og bæn heilags Leonards hefst á styttri útgáfu af sköpunarsögu Mósebókar. En svo vikið sé aftur að eddukvæðunum, þá er heiðin sköpunarsaga í Völuspá, brot úr slíkri sögu í Grímnismálum (40. og 41. v.) og Vafþrúðnismálum (21. v.), og er sú vísa nálega eins og 40. v. Grímn- ismála. í Völuspá lúta 2.—10., 17. og 18. v. að sköpunarsögunni, en inn í hana er skotið dvergatalinu 11.—16. v., sem margir álíta inn- skot í hið upphaflega kvæði. Á það skal ekki lagður dómur hér, en það sem máli skiptir er, að í kvæðinu eins og það er til okkar komið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.