Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 58
62 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS til að gera og löggilda álnarkvarða „for Sjellands og Fyens Stifter, samt for Island og derpaa handlende.“ Af þessu má ráða, að þá þegar hafi verið byrjað að nota Sjálandsálnir eitthvað á íslandi, en þó varð ekki að ráði að lögfesta þær þar og því segir í tilskipun um hinn íslenzka taxta og verzlun frá 10. apríl 1.702,7 að íslendingum sé leyfi- legt að nota sömu álnir sem áður (þ. e. Hamborgarálnir). í verzl- unartaxtanum frá 80. maí 1776 var svo Hamborgaralinin bönnuð í verzlun og tilskipunin um mál og vog frá 1698 lögleidd fyrir Island.8 Þetta er svo áréttað með tilskipun 18. júní 1784 um mál og vog,9 þar sem aðalatriðin úr tilskipuninni frá 1698 eru endurtekin, líklega vegna þess að hún var aldrei birt á íslandi.10 Loks var svo þetta mælikerfi afnumið, en metrakerfið lögleitt frá 1. janúar 1910.11 I tilskipuninni frá 1698 er fyrirskipað nýtt löggildingarmerki í stað þess, sem áður gilti (bókstafurinn M). Það var fangamark Kristjáns konungs 5, C 5 með kórónu yfir, og auk þess stafurinn K. fyrir Kaupmannahöfn. Þetta fangamark Kristjáns konungs, C með (V eða) 5 innan í og kórónu yfir hélzt sem löggildingarmerki hér á landi allt fram til 1. janúar 1919 að upp var tekið fangamark Kristjáns konungs X með kórónu og ártali.12 Nú munu danskar álnir að mestu horfnar úr notkun, en í þeirra stað ber talsvert á notkun enskra feta og þumlunga. Hafa þau áhrif borizt með enskri tækni og samvinnu við alþjóðastofnanir, sem nota enskt mál. 2. flokkur. Hcdldórsálnir. Eins og 4. mynd sýnir, er þessi flokkur allskýrt afmarkaður, einkum að ofan, þar eð lengsta alin hans er 2,30 sm styttri en stytzta dönsk alin. Hins vegar er bilið neðan flokksins óljósara, þar eð munurinn þeim megin er aðeins 0,85 sm. Tveir kvarðarnir eru eins fets kvarðar, upphaflega án dansks álnamáls og báðir efalaust með elztu kvörðun- um, líklega frá því um eða fyrir 1800, en það eru Þjms. 5635, kvarði Halldórs Árnasonar, 1. 29,85 sm, og Þjms. 6788, kvarði, sem talið er að Magnús sýslum. Ketilsson hafi átt, 1. 29,60 sm. Telja verður fullvíst, að hvorugur þessara kvarða hafi neitt með danskar álnir að gera né heldur Hamborgarálnir eða „fornar íslenzkar álnir“ og virðast þó hafa verið notaðir hér á landi. Tortryggilegir eru hinir fjórir kvarðarnir í þessum flokki. Þeir eru allir eftir Filippus Bjarna- son á Efri-Hömrum og á þeim öllum eru einnig danskar álnir og því fyllilega nothæfir, þó þessi alinmál á þeim væru fremur sett til gamans en gagns. Þá eru álnir þessar einnig furðu-mislangar, svo að munar mest 0,75 sm og engar eru þær jafnlangar. Allar eru þær
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.