Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 72
76 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Hér á landi hafa ævinlega verið notaðar fleiri en ein tegund álna auk náttúrumála, svo sem feta (fóta) og faðma. Ákveðin tala álna er því ekki óvéfengj anleg lengd, nema nánar sé kveðið á um hvaða álnir sé átt við. Skipting álna hefir verið með ýmsu móti, í fet, kvartil, 8., 16., 20., 24. og 32. hluta. Þumlungur eða fingur eru því mjög óákveðin mál. Mér virðist trúlegt að ævinlega hafi mönnum hér á landi veri'ð kunn alin, svipuð að lengd Hamborgaralin, sem síðar var nefnd íslenzk alin og var um 57 sm löng. Hin forna alin, sem um ræðir er stikumálið var löggilt, verður vart ákveðin nákvæmlega. Ég legg til að nota töluna 49 sm sem lengdartákn hennar. Þessi alin virðist horfin úr notkun löngu fyrir 1700 og hefir ef til vill farið úr notkun þegar útflutningur vað- mála hætti. Svo er að sjá, að hér á landi hafi verið notuð önnur alin en Ham- borgaralin, „Jónsalin", sem var um 54 sm að lengd, en líklega til samskonar mælinga. Þessi alin hefir líklega ekki verið greind frá Hamborgaralin, a. m. k. ekki á síðari tímum og kemur því fram sem ónákvæmni í málum, sem nauðsynlegt er að reikna með. Hamborgarálnir voru í notkun hér á landi langt fram á 19. öld, síðast samtímis dönskum álnum. Þarf að gjalda varhug við því. Danskar álnir voru lögálnir hér á landi frá 1776 til 1910, en notaðar hafa þær verið bæði fyrir og eftir það tímabil. I ljós hefir komið að táknið 1 alin gat um aldamótin 1800 þýtt 62,77 sm (dönsk alin), 57 sm (íslenzk eða Hamborgaralin) 54 sm („Jónsalin") og ef til vill 59 sm (,,Halldórsalin“). Hér þarf því vissulega aðgæzlu við. TILVITNANIR 1 Björn M. Ólsen, „Um hina fornu íslenzku alin,“ Árbók hins islenzka fornleifa- félags 1910, Rvk. 1880 og áfr., hér á eftir nefnt B.M.Ó., og Magnús Már Lárusson, „Islenzkar mælieiningar," Skírnir 1958, Kbh. og Rvk. 1816 og áfr., hér á eftir nefnt M.M.L. 2 Grágás /--///, Kbh. 1852—1883, útg. Vilhjálmur Finsen, I. b, bls. 250. 3 Páls saga biskups, Rvk. 1954, útg. Einar Ólafur Sveinsson, bls. 25: „Á dögum Páls biskups, þá er Gissur Hallsson hafði lögsögu, þá gekk mest af sér ranglæti manna um álnir, bæði útlenzkra og islenzkra manna, að eigi þótti svo lengur vera mega; gaf þá það ráð til Páll biskup, að menn skyldi hafa stikur þær er væri tveggja álna að lengd .... og voru þá lög á lögð, eftir því sem ávallt hefir haldizt síðan.“ 4 Grágás op. cit. I b, bls. 250: „Eigi skulu álnar ganga aðrar en þessar. Ef menn hafa stikur rangar, eða kvarða rangan svo að muni um öln í 20 álnum eða meira þeim er þeir mæla, og varðar það fjörbaugsgarð."
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.