Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 81

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 81
myndir af skálholtsbiskupum 85 JÓN VÍDALÍN Af Jóni Þorkelssyni Vídalín, Skálholtsbiskupi 1698—1720, er al- þekkt mynd prentuð í fjölda rita. Þessi mynd birtist fyrst steinprent- uð framan við 7. árg. Nýrra félagsrita 1847, og var myndblaðið einnig gefið út sérprentað (2. mynd). Þessi steinprentaða mynd er beint eða óbeint grundvöllur allra mynda, sem birzt hafa af meistara Jóni. Skal nú athugað, hvernig hún er til komin. • Mynd af Jóni biskupi var með vissu til í Skálholtsdómkirkju. Rif jað skal upp aftur, að í ævisögu séra Hjalta Þorsteinssonar í Vatnsfirði segir Jón Þorkelsson skólameistari svo: „Effigem Theodori Thorlacii eiusque uxoris, quæ Skalholltiæ una cum effigie Johannis Vidalini cernitur".7 Jón er þarna að telja upp verk séra Hjalta, og telur þá myndina af Þórði Þorlákssyni og konu hans, eins og getið er hér að framan, en örugglega virðist hann telja meðal verka hans einnig mynd af Jóni Vídalín. Þetta hefur alltaf verið skilið svo, enda eðlilegast. Og Jón skólameistari hlýtur áð hafa vitað þetta rétt, enda eru heim- ildirnar að ævisögunni beint frá séra Hjalta sjálfum. Annað mál er það, að ekki er vitað, hvernig þessi mynd var eða hvenær hún var látin í dómkirkjuna. Trúlegast er, að hún hafi verið olíumálverk á striga og látin í kirkjuna í lifanda lífi biskups eða fljótlega eftir lát hans, en um hvorugt er hægt að vera alveg viss. Myndarinnar er ekki getið í vísitazíum og afhendingarbókum fyrr en í prófastsvísi- tazíu 12. sept. 1799: „Portrait biskupsins sál. Þórðar Þorlákssonar, frúr Guðríðar Gísladóttur. Ditto biskupsins mag. Vídalíns, hvort tveggja í römmum laslegt". í prófastsvísitazíu 11. júní 1800 er allt við sama, en eftir það eru þessar myndir ekki nefndar. Myndin af Þórði biskupi og konu hans er enn til, eins og að framan greinir, en um myndina af Jón Vídalín er ekkert vitáð. Hér verður að skýra frá því, að Jón rektor virðist hafa beðið séra Hjalta að gera mynd af meistara Jóni löngu eftir lát hans. í bréfi til séra Hjalta, dags. í Kaupmannahöfn 8. maí 1748, segir Jón rektor honum, að þeim Harboe hafi orðið tilrætt um að reisa bæri „monument með inscriptione“, minnismerki um Jón Vídalín, þar sem hann dó við Sæluhús. Fjölyrðir hann nokkuð um þetta og biður séra Hjalta um ráð varðandi þetta minnismerki.8 í öðru bréfi, dags. 22. maí 1749, ræðir Jón enn um þetta „monumentum Vidalinæum", og strax á eftir 7 Ævisaga Jóns Þorkelssonar skólameistara, I, bls. 378. » Ævisaga Jóns Þork. II, bls. 144. — Latínuvers Jóns skólameistara á minnisvarð- ann er í Ævisögu I, bls. 338—339.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.