Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Qupperneq 90

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Qupperneq 90
94 ÁHBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ágúst 1826. Telur hann me'ðal myndanna í kirkjunni „Skilderi biskups dr. Finns Jónssonar í gylltum ramma með gleri yfir“. Hékk mynd þessi yfir kórdyrum að framan, hjá alabasturstöflunni, sem þar var þá (nú í Þjóðminjasafni).17 Ekki hefur tekizt að finna, hvenær eða fyrir hvaða atvik myndin hefur verið sett í Hólakirkju. En geta mætti þess til, að þetta standi á einhvern hátt í sambandi við það, að Margrét Finnsdóttir biskups var biskupsfrú á Hólum, kona Jóns biskups Teits- sonar. Mætti vera, að þau hjón hafi átt myndina og látið hana í kirkj- una ellegar þá erfingjar þeirra, t. d. séra Gísli á Hólum, sonur þeirra. Benda má á, að myndin hefur einmitt hangið yfir leiði og legsteini Jóns biskups Teitssonar og frú Margrétar. Allt eru þetta getgátur, en með vissu verður sagt, að mynd Finns biskups er komin í Hólakirkju fyrir 1826, þegar hún er nefnd þar fyrst. Næst er hennar getið í prófastsvísitazíu 24. ágúst 1844, sögð þá í „litlum gylltum ramma með gleri yfir“, en hangir þá orðið á suð- urvegg innst í kór. Á sama stað er hún við prófastsvísitazíu 19. nóv. 1860. Síðan er engin ítarleg vísitazíugerð skrifuð lengi, en við prófasts- vísitazíu 1881 er talið upp það sem vantar frá vísitazíunni 1860, og meðal þess er talin myndin af Finni biskupi. Myndin hefur eftir þessu verið fjarlægð úr kirkjunni á árunum 1860—1881, og verður ekki nær komizt, en engin vitneskja er um, hver hana kynni að hafa fengið. En þar sem þetta er eina myndin af Finni biskupi, sem getið er í heimildum önnur en Skálholtsmyndin hér á eftir,18 sem ljóst er hvernig á stendur, er freistandi áð gizlca á, að myndin frá Frede- riksborgarsafni, sem engin saga fer af heldur, sé einmitt þessi Hóla- mynd. Úr því að hún var undir gleri, hefur hún líklega verið fremur lítil. Ef maður vildi hugsa sér, hvernig myndin hefur horfið frá Hól- um og komizt í eigu Finsensættarinnar í Danmörku, eru að vísu margir möguleikar til þess, en gizka mætti á, að hún hefði til dæmis verið eftirlátin öðrum hvorum þeirra bræðra, dr. Vilhjálmi eða Jóni lækni Finsen, sem báðir hurfu til Danmerkur eftir að hafa verið embættis- menn hér á landi. Það er þó að öllu leyti líklegra, að Jón Finsen eigi hér hlut að máli. Hann var héraðslæknir í austurhéráði norðuramts- ins 1856—67, fór síðan til Danmerkur og andaðist þar 1885. Hann n Kirkjustóll Hólakirkju 1784—1918, nú í Þjóðskjalasafni. 18 Þó ber að minna á, að bæði Benedikt Gröndal og Þuríður Kúld segja, að faðir þeirra, Sveinbjörn Egilsson, hafi átt olíumálverk af Finni biskupi, sbr. bls. 105—106 hér á eftir. Hvorki er vitað, hvort mynd þessi hefur áreiðanlega verið af Finni biskupi né hvernig hún var, nema hvað hún á að hafa verið rauðleit. Afdrif myndarinnar eru líka ókunn, en vafalaust hefur hún glatazt. Eða hvað — gæti hún hugsanlega verið sú, sem hér er lýst sem nr. 4? Otrúlegt er það.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.