Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 96

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 96
100 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS VIÐAUKI um hugsanlegan höfund myndar Þjó'öminjasafnsins af Finni biskupi Jónssyni. Aage Nielsen-Edwin myndhöggvari og listmálari telur, að Vigilius Erichsen muni vera höfundur aðalmyndarinnar af Finni biskupi. Eftirfarandi greinargerð er tekin saman eftir athugunum hans: „Vigilius Erichsen málari fæddist 1722, sennilega í Kaupmannahöfn, og lærði hjá Wahl og Tuscher, tveimur Þjóðverjum, sem voru helztu andlitsmálarar í Kaup- mannahöfn á sinni tíð. Árið 1755 var honum neitað um að taka þátt í fyrstu gull- medalíusamkeppninni, sem akademíið efndi til. Þegar hann varð fyrir barðinu á harkalegri samkeppni frá Pilo, hinum allsráðandi sænska andlitsmyndamálara, sem jafnvel er sagt að hafi grafið undan honum eftir megni, fór hann til Rúss- lands 1757. Þar málaði hann konunglegar persónur, og þegar Katrín 2. varð drottning 1762, varð hann eftirlætismálari hennar. Hann kom aftur til Dan- merkur 1772, og þá var keppinautur hans, Carl Gustaf Pilo, farinn þaðan. Síðustu 10 ár ævi sinnar var hann helzti andlitsmyndamálari þar í landi. Hann málaði m. a. hina ágætu mynd af ekkjudrottningunni Juliane Marie í fullri líkamsstærð. Naut hann mikillar hylli hennar og annarra i konungsfjölskyldunni. í Listasafninu í Kaupmannahöfn er myndin af Juliane Marie og nokkrar aðrar andlitsmyndir, ásamt mynd af Katrínu 2. á hestbaki (í ca. hálfri stærð), en sú mynd er smækkuð útgáfa af annarri í líkamsstærð í Listasafninu í Leningrad (Eremitage). Einnig hefur hann málað Nicolaj Brorson biskup, (bróður sálmaskáldsins fræga, H. A. Brorsons, biskups í Rípum), en þessa mynd hef ég því miður ekki séð. — Vigilius Erichsen dó í Kaupmannahöfn 1782. Vinur minn, Henrik Bramsen listfræðingur, skrifar í bók sinni „Dansk Kunst (H. Hirschsprungs Forlag, Kph. 1942, bls. 50): „Órétt væri að segja, að Eric-hsen fegri fyrirmyndir sínar. Þvert á móti rannsakar hann persónuleg sérkenni þeirra nákvæmar en flestir samtíðarmenn hans og sýnir þau á þann hátt, að hver einstök andlitsmynd greinist skýrt frá hinum. Hann hefur ríka tilfinningu fyrir andlitum, og persónur hans virðast manni einkennilega ná- komnar". Þessi orð gætu verið skrifuð í tilefni af myndinni af Finni Jónssyni einni! Ég hef lengi haft áhuga á hinni fersku og lifandi andlitsmynd Þjóðminjasafnsins af Finni biskupi Jónssyni. Frá því ég sá myndina fyrst og komst að raun um, að á henni er ekkert listamannsnafn, hef ég velt því fyrir mér, hver muni hafa málað hana. Niðurstaða min er sú, að hún hljóti að vera eftir Vigiiius Erichsen, og rök mín fyrir þessu eru þau, sem nú skal greina: 1. Myndin er máluð alveg eins og Erichsen málaði og við hana beitt gjörsamlega sams konar aðferð og við myndina af Katrínu 2. í Listasafninu í Kaupmannahöfn. 2. Það voru ekki margir málarar i Kaupmannahöfn 1753—1754, sem hefðu getað málað andlitsmynd á svo háu listrænu stigi. Carl Gustaf Pilo hafði allt aðra aðferð og myndbyggingu, svo að eftir hann getur myndin alls ekki verið, og Peder Als og Peter Cramer koma ekki heldur til greina í þessu sambandi, hvorki að list né handbragði, og fleiri eru möguleikarnir ekki. 3. Vigilius Erichsen og Finnur Jónsson hafa verið samtímis í Kaupmannahöfn (1753—1754). Finnur fór síðan til Islands og kom þangað 6. júlí 1754, en Vigilius Erichsen fór til Rússlands, þó ekki fyrr en 1755, því að það ár reyndi hann að taka þátt í samkeppni þeirri, sem fyrr var nefnd. 4. Myndin sýnir mann, sem hlýtur að vera um fimmtugt, en Finnur Jónsson var einmitt á þeim aldri 1754. Auk þess er myndin litil og bersýnilega máluð á skömm- um tíma, og það er einmitt þess vegna, að í henni er svo mikill innblástur og ferskleiki. Það hefur ekki verið tími til að byrja á stærri mynd, til þess hefði þurft fleiri setur, sem Finnur hefur naumast haft tóm til.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.