Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 102

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 102
106 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Dr. Sveinbjörn Egilsson átti, og sagt var að væri af Brynjólfi biskupi. Kvaðst hann að vísu nú óljóst muna þá mynd, en lét þó uppi, að ekki mundi fara því fjarri, að þessi mynd væri af sama manni, eftir þvi sem hann bezt myndi. Sýndi eg og myndina frú Torfhildi Hólm, og hún fullyrti strax sem sína sannfæringu, að myndin gæti ekki verið af öðrum en Brynjólfi biskupi. Fékk hún mér og í hendur lýsing ýmsra barna Sveinbjarnar Egilssonar á mynd þeirri, er hann átti, en þau segja mjög sitt hvað og ber í ýmsu á milli, sem ekki er undarlegt, þvi að þau voru öll kornung þá, þegar þau sáu síðast myndina hjá föður sínum, áður hún týndist. Háralitur getur vitanlega ekki komið hér út á þessari prentuðu mynd, svo að hún gefur mönnum því ekki alveg fulla hugmynd um frummyndina, en það mun óhætt að segja það, að þyki þessi mynd önnur en sú, er Sveinbjörn átti, þá hefur hans mynd ekki verið af Brynjólfi biskupi". Aftur birti dr. Jón þessa mynd í Biskupasögum Jóns Halldórssonar I, 1910. Þar er hár og skegg mannsins prentað með rauðu og myndin athugasemdalaust látin vera af Brynjólfi biskupi. Benedikt Gröndal hefur staðfest þau ummæli, að faðir hans hafi átt mynd af Brynjólfi biskupi, en einnig fordæmt með öllu mynd þá, sem dr. Jón taldi af Brynjólfi. 1 Dægradvöl segir Gröndal (útg. Reykjavík 1965, bls. 14): „Ekkert man ég eftir húsbúnaðinum (þ. e. í íbúð Sveinbjarnar Egilssonar á Bessa- stöðum), nema einni lítilli stundaklukku og tveimur olíumyndum. sem mig minnir héngi í bláu stofunni; önnur var Finnur biskup, en hin Brynjólfur biskup Sveinsson, báðar brjóstmyndir og því nær í fullri stærð, faðir minn sýr.di okkur stundum myndirnar og sagði þá: „Þessi er hvítur af lestri, en þessi er rauður af brenni- víni“, og mun það hafa verið Finnur, því hann drakk. Þessar myndir voru sjálfsagt komnar frá Benedikt afa mínum, en ég veit ekkert. hvað af þeim varð, og er það skaði mikill með Brynjólf, því engin mynd er til af honum, en í þá daga var ekki hugsað um slikt. Myndirnar hafa líklega farizt við flutninginn að Eyvindar- stöðum". Neðanmáls segir svo Gröndal: „í Sunnanfara (febr. eða marz 1896) er mynd, sem á að vera Brynjólfs, en hún er ekkert lík því, sem ég man eftir. Dr. Jón Þorkelsson (yngri) fékk þessa mynd hjá frú Katrínu Þorvaldsdóttur (Árnasen) og sýndi mér hana og vildi endilega, að þetta væri mynd af Brynjólfi, en ég sagði lítið um það til þess að styggja ekki Jón. Myndin er eins og af einhverjum idiot, — maðurinn les ekki á bókina, en það er eins og hann hlusti eftir, hvort hún segi ekki eitthvað. Fremur held ég þetta sé copia af mynd Jóns bps Vídalíns, því hann er (I Fél-Rit) myndaður eins, með bók í hendi, sem hann bendir á, en sú mynd er líka illa gerð (af Helga Sigurðssyni). Það sem dr. J. Þ. segir um okkur systkinin og um myndina, er allt rangfært. Faðir minn hefur víst vitað vel, af hverjum myndin var. Ég teiknaði mynd fyrir Torfhildi Hólm, af þvi hún lagði svo fast að mér, en ég vissi vel, að hún varð ekkert lík því, sem vera átti, og ég var líka illa fyrir kallaður". Rétt hefur þótt að taka hér upp orðrétt það sem birt hefur verið um mynd af Brynjólfi biskupi. Af því er ljóst, að Sveinbjörn Egilsson átti stórt olíumálverk, sem talið var af Brynjólfi. Myndin hefur liklega glatazt um 1835. Vatnslitamyndin, sem dr. Jón Þorkelsson fékk hjá frú Katrínu Þorvaldsdóttur, á ekkert skylt við hana, og fyrir því er enginn fótur, að hún sé af Brynjólfi biskupi. En dr. Jón ákvað, að hún væri það. Vatnslitamyndin er enn til. Þjóðminjasafnið keypti hana úr dánarbúi dr. Jóns Þorkelssonar 1924, og er hún nú I Mannamyndadeild safnsins, nr. 3745. Matthías Þórðarson hefur skrásett hana þar, svo sem hér greinir (9. mynd): „Brynjólfur biskup Sveinsson", vatnslitamynd sú, frummynd á pappir, sem dr. Jón þjóðskjalavörður kvaðst álíta að væri af Brynjólfi biskupi, sbr. Sunnanfara V, 7 (bls. 49). — Aftan á blaðið hefur hann skrifað: „Páll Melsteð skoðar þessa mynd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.