Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 105
A£> GJÖRA TIL KOLA
109
Kolagerð í Skaftafelli í Öræfum um 1950. — Ljósm.: Ósvaldur Knudsen.
Limbyrðar voru þær kallaðar, afkvistisklyfjarnar. Ætíð var sagt
hrísklyf, en ekki baggi.
Þegar hríslurnar höfðu verið afkvistaðar, var tekið til að kurla.
Var það gjört á barmi gamallar kolagrafar, ef hún var til staðar, ella
hjá góðu kolgrafarstæði. Mjög nærri gröfinni mátti kurlhrúgan þó
ekki vera, svo að hún yrði ekki ofnærri eldinum, þegar farið væri
að svíða. Kolgj örðarmaðurinn sat svo á hnaus eða þúfu og hafði
viðhöggið fyrir framan sig og kurlaði, þ. e. hann hjó með öxinni
hvern legg og lurk í smábúta. Þeir urðu auðvitað nokkuð mislangir,
en flestir urðu þeir 3 til 4 þumlungar. Allra sverustu kurlunum var
kastað sér í hrúgu, þó blönduðust sum saman við. Eins og nærri má
geta, hrökk margt kurlið alllangt út í grasið eða lyngið í kringum
kolgjörðarmanninn, og var oftast frágangssök að standa upp til að
eltast við þau, og þó sumt væri tínt saman á eftir fóru ætíð mörg
kurl að forgörðum. Það borgaði sig ekki það nostur að vera að eltast