Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Síða 124

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Síða 124
128 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS lærður skipasmiður, en í stað skóla kom reynsla kynslóðanna og þekk- ing á efniviðnum, sem fyrir hendi var, svo og sjó og veðrum hér norð- ur undir heimsskautsbaug. Skipið Ófeigur reyndist happasælt. Honum var haldið út í hákarla- legur alls 38 vertíðir, en síðast var farið á hcnum í hákarl árið 1915. Eftir það var hann notaður nokkuð til flutninga, einkum til að flytja rekavið. Árið 1939, þegar farið var í alvöru að tala um að varðveita hann til framtíðar, hafði hann staðið alllengi uppi. En af þeim um- ræðum, sem fram fóru milli sjóminjasafnsnefndarinnar og Péturs Guðmundssonar í Ófeigsfirði, leiddi fljótlega það, að Pétur og syst- kin hans, börn Guðmundar Péturssonar, sem hafði látið smíða skipið, gáfu það til safnsins. Von bráðar færðist starfsemi sjóminjasafns- nefndar raunar á hendur þjóðminjavarðar eins, og sjóminjasafnið varð í framkvæmd aðeins deild í Þjóðminjasafninu, og þannig varð það Þjóðminjasafnið eða þjóðminjavörður fyrir þess hönd, sem tók við hinni góðu gjöf Ófeigsfjarðarsystkina. Var kostað upp á allmikla viðgerð á skipinu strax ári'ð 1940, en síðan liðu langar stundir án þess að hafizt væri handa um að ráðstafa því, og allan þann tíma var það um kyrrt í Ófeigsfirði og naut eftirlits Péturs bónda þar. Sýnilegt var þó frá upphafi, að ekki kæmi til mála að hafa skipið til frambúðar í Ófeigsfirði, og kom þar 1961, að horfið var að því ráði að reisa yfir það skála hér á Reykjatanga. Me'ð því vannst það að koma skipinu á stað, sem er í alfaraleið og menningarmiðstöð, þar sem skólinn er hér staðsettur, og það án þess að það væri flutt úr því sem kalla mætti hið náttúrlega umhverfi þess. Það er enn við Húna- flóa, þar sem það hefur verið alla sína tíð, en að vísu komið allinnar- lega. Hér við bættist svo, að hér var unnt að hafa skipið í upphituðu húsi án mikils tilkostnaðar og sérstaklega án tilfinnanlegs daglegs eftirlits. Skólanefnd Reykjaskóla sýndi Þjóðminjasafninu þá vin- semd að leyfa því að byggja skýlið hér á Reykjatanga, teiknistofa landbúnaðarins gerði uppdrátt að skálanum og Hákon Kristjánsson sá um bygginguna. Og haustið 1961 var skipið flutt á sinn stað innan veggja, eins og áður er sagt. Ráða má af því, sem ég hef þegar sagt, að hugmynd. okkar var sú, að Ófeigsskálinn hér á Reykjatanga yrði svolítið útibú frá Þjóð- minjasafninu, þar sem skipið yr'ði aðalatriði, en jafnframt yrði svo tínt þangað inn sitthvað, er heyrir til gömlum sjávarútvegi. Sá drátt- ur, sem orðið hefur á að þetta útibú kæmist í gagnið, stafar að veru- legu leyti af því, að þegar ákveðið hafði verið að þessi skáli yrði hér, vaknaði sú hugmynd, að komið yrði upp byggðasafni hér, sem yrði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.