Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 128

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 128
132 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS búinn góður staður, þar sem þeim sé engin hætta búin. I því sam- bandi vildi ég geta þess, að einhver kann að sakna þess að sjá ekki hér í sýningarsölum eitthvað, sem hann hefur gefið. Hér hefur hvergi nærri verið hægt að sýna allt, sem safninu hefur borizt, enda oft um að ræða marga hluti sömu tegundar, sem ekkert vit væri í að hrúga öllum upp í sýningarsölunum. En þeir eru í góðri geymslu hér í hús- inu, og safngripur er mikils virði, þótt hann sé ekki til sýnis að staðaldri, og nefni ég þá aftur, að söfn eru geymslustaðir heimilda eigi síður en sýningarstaðir, en því tek ég þetta fram, að stundum finnst mönnum, að lítt athuguðu máli, að tilgangslaust sé að gefa hlut á safn, ef hann er ekki í sýningarsölunum. En þetta er misskiln- ingur. Þó að ég sé ekki nema að litlu leyti húsbóndi á þessu heimili, get ég ekki látið hjá líða að nota þetta tækifæri til að þakka það samstarf, sem ég hef haft við marga menn í sambandi við þetta safn. Ég hef þá alla í huga, þótt ég nafngreini fæsta. Eg nefni sýslumenn og sýslu- nefndir allra sýslnanna þriggja. Ég nefni stjórnir átthagafélaganna syðra og þó einkum byggðarsafnsnefndir hinna sömu félaga. Ég nefni skólanefnd Reykjaskóla. Ég nefni Eðvald Halldórsson á Stöpum, sem gerði við skipið Ófeig og Magnús Gestsson smið, sem setti upp bæði gömlu húsin. Ég nefni byggðarsafnsnefndir sýslnanna og byggingar- nefnd, einnig Hákon Kristjánsson byggingameistara og aðra iðnað- armenn, sem unnið hafa að húsinu. Ég nefni alveg sérstaklega for- mann byggingarnefndarinnar, Ólaf H. Kristjánsson skólastjóra Reykjaskóla og staðarhaldara hér. Við hann hef ég haft nánast sam- starf og minnist þess með alveg sérstakri gleði. Og að lokum nefni ég samverkamenn mína alla við Þjóðminjasafnið. Að svo mæltu óska ég forstöðumönnum þessarar stofnunar og héraðsbúum öllum til hamingju með safnið og læt þá einlægu von og ósk í ljós, að því megi vel farnast í höndum þeirra.“ Fornleifarannsóknir og fornleifavarzla. Aðalverkefni ársins í fornleifarannsóknum var enn sem fyrri sögu- aldarbærinn í Hvítárholti í Hrunamannahreppi. Var grafið þar upp enn eitt langhús eða skáli og eitt jarðhús til viðbótar. Þegar því var lokið, var litið svo á, að ekki mundi vera eftir meira að slægjast í Hvítárholti, og taldist þessari umfangsmiklu rannsókn því lokið á árinu. Þór Magnússon hefur stjórnað þessum rannsóknum, en með honum hafa margir menn unnið, og þetta síðasta sumar voru með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.