Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Qupperneq 3
ÞJÓÐMINJALÖG
7
12. gr.
Skylt er landeiganda og ábúanda að gera þjóðminjaverði viðvart,
ef fri'ðuð fornleif liggur undir spjöllum af völdum náttúrunnar eða
henni er spillt af manna völdum. Þjóðminjavörður ákveður þá, hvaða
ráðstafanir skuli gera til verndar fornleifinni.
13. gr.
Nú telur landeigandi, ábúandi eða nokkur annar, þar á meðal sá,
sem stjórnar opinberum framkvæmdum, svo sem vegagerð, að hann
þurfi að gera jarðrask, er haggar við friðaðri fornleif, og skal hann
þá skýra þjóðminjaverði frá því, áður en hafizt er handa um verkið.
Lýst skal nákvæmlega breytingum þeim, er af framkvæmd mundi
leiða. Þjóðminjavörður ákveður, hvort eða hvenær framkvæmd megi
hefja og með hvaða skilmálum.
14. gr.
Nú finnst fornleif, sem áður var ókunn, og skal finnandi þá skýra
þjóðminjaverði frá fundinum, svo fljótt sem unnt er. Sama skylda
hvílir á landeiganda og ábúanda, er þeir fá vitneskju um fundinn.
Ef fornleif finnst við framkvæmd verks, skal sá, er fyrir því stendur,
stöðva framkvæmd, unz fenginn er úrskurður þjóðminjavarðar um,
hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum.
15. gr.
Þjóðminjavörður hefur rétt til að framkvæma rannsókn á forn-
leifum með grefti eða á annan hátt og gera það, sem með þarf, til
verndar fornleifum, viðhalds eða endurbóta, en gera skal landeiganda
eða ábúanda viðvart um þa'ð áður.
16. gr.
Skylt er að viðhalda á kostnað ríkissjóðs fornleifum þeim, sem á
fornleifaskrá standa. Fer um það eftir ákvörðun þjóðminjavarðar
hverju sinni.
B.
Forngripir.
17. gr.
Þegar fornir gripir finnast, sem liggja eða legið hafa í jörðu og eru
ekki, svo að vitað sé, í einkaeign, skal finnandi tilkynna þjóðminjaverði
fundinn, svo fljótt sem við verður komið. Finnandi skal ekki hagga
við fundinum, nema nauðsynlegt sé að taka hann eða hluta hans þeg-