Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 38
42
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
21. mynd. Hellirinn undir efra Klettinum.
Austan við Lómagnúp heita á einum stað Selfletir; þar er vallendis
hallandi og nær niður að Núpsvötnum. Til skamms tíma sást þar
til margra tófta samhliða, og þótti Hannesi Jónssyni þar miklu lík-
ara bæjarrúst en selrúst. Fyrir svo sem 20 eða 30 árum tóku vötnin
að brjóta hér land, svo að nú eru ílestar rústirnar með öllu horfnar.
Það sem enn sést er leifar af litlu húsi, lítið meira en einn veggur,
sem stendur í rofbakka og þar fyrir ofan löng tóft, líklega kvíar, og
virðast hér sjást leifar af seli því sem fletirnir eru kenndir við.
Ekki hefir tekizt áð finna aldur bæjarhúsanna á Núpsstað í neinum
skjölum, og hefir Hörður Ágústsson skólastjóri þó gert mér þann
greiða að líta eftir því jafnframt sínum rannsóknum. Verður því að
leita annarra ráða og þó að sætta sig við mikla óvissu. Á það hefir
verið bent að sunnlenzki burstabærinn hafi ekki tekið að ryðja sér
til rúms að neinu ráði fyrr en um 1800.* f kjölfar Skaftárelda fylgdi
* Sjá t. d. Kristján Eldjárn og Gísli Gestsson, Rannsóknir á Bergþórshvoli, Árbók
Fornleifafélagsins 1951—52, bls. 40, og ennfremur Gísli Gestsson, Gröf í Öræfum,
Árbók Fornleifafélagsins 1959, bls. 49—51.