Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 76
ÞORKELL GRIMSSON og ÞORLEIFUR EINARSSON
FORNMINJAR I REYKJAVÍK OG
ALDURSGREININGAR
Ráða má af íslendingabók Ara fróða, að Ingólfur Arnarson komi
út hingað til að setjast að árið 870. Var þetta önnur ferð hans til
íslands, en nokkru áður litaðist hann hér um í leit byggilegs svæðis.
Að sögn Landnámu dvelst Ingólfur sinn veturinn hvern að Ingólfs-
höfða, Hjörleifshöfða og undir Ingólfsfjalli, og eftir það gerir hann
sér bæ í Reykjavík. Nokkuð greinir menn á um, hvar bústaður
hans muni reistur. Eftir einni tilgátu er það á Arnarhóli, enda
fundust öndvegissúlurnar, sem Ingólfur varpar í sjóinn, reknar á
fjöru þar, að því er sagan hermir. Flestir virðast samt álíta, að
telja megi bæjarstæðið við Aðalstræti vestanvert, og gegnt kirkj-
unni fornu, en hún var um aldaraðir í skrúðgarðinum, fyrrum kirkju-
garði, austan við götu þessa. Loks benda menn á, að það muni geta ver-
ið nokkru sunnar, eða þar sem Brúnsbær stóð áður, lítið býli á grund-
unum norðan og vestan Tjarnar, þar sem nú er Tjarnargata 4.
Fyrstu minjar, sem athugunar njóta, komu í ljós við gröft fyrir
húsinu að Tjarnargötu 4. Segir nánar frá því hér á eftir. Hefur
fundur þessi glætt áhuga manna á að fá úr því skorið, hvar Ingólfur
muni hafa valið bæ sínum stað í öndverðu. Til kemur og, að 1974
heldur þjóðin hátíðlegt 1100 ára afmæli byggðar í landi sínu, og má
því æskilegt þykja, að leifar bæjarins finnist. Menningarsöguleg
sjónarmið og aðhlynning hvers kyns minja þurfa að sjálfsögðu að
njóta viðurkenningar. Af þessum sökum tóku greinarhöfundar að sér
að kanna útbreiðslu mannvistarleifa við Aðalstræti. Mun freistað að
skýra hér frá árangri þessarar könnunar og eldri rannsóknum.
Fornleifar að Tjarnargötu U. Vorið 1944 þokaði gamalt timbur-
hús á lóðinni nr. 4 við Tjarnargötu, er grafinn var grunnur að nýju
húsi fyrir Steindórsprent, liðlega tveggja metra djúpur. Fundust
þarna ýmsar mannvistarleifar, sem vörpuðu nýstárlegu ljósi á sögu
byggðar í landinu. Fræðimenn fylgdust með greftinum, og í greinar-