Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 124
128
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Schroders „to pappyr det he to eyn myssebocke hebbe wolde in
Yslant“. 1544 fær Harme Schrynz eitt mark fyrir „parmynten bock“,
sem hann hefur sennilega skrifað handa kirkjunni. 1549 gefur Clawes
Nyebecke fjárupphæð fyrir messuskrúða. íslenzkir prestar bera enn
á vorum dögum við ýmis tækifæri skrautlegan skrúða, sem minnir
á tímana fyrir siðaskipti. — Athugasemd frá 1589 fræðir okkur um
að kirkjan hafi átt sitt innsigli. „Item noch gegeven Hynryck Horman
71/2 mk vor 1 segele tho der karcken“. Svo sem margar innfærslur
sýna ljóslega, voru greiðslur vegna guðshúsa bræðralagsins inntar af
hendi að tilvísun öldurmannsins éða af formanni bræðralagsins.
Þeir kennimenn frá Hamborg, sem þjónuðu á íslandi, hafa komið
ár hvert snemma vors í byrjun kauptíðar inn á Faxaflóa, og þeir hafa
verið í landinu þangað til síðustu skipin léttu akkerum til þess að
sigla til Hamborgar um haustið. Þar eð sú venja komst á upp úr
1595, að prestar, sem heim komu, greiddu obulus sinn í sjóð bræðra-
lagsins, er okkur kunnugt, að prestarnir frá „Hanenforde" fóru
venjulega heim með skipi Joachims von Haren. Samkvæmt samningi,
sem nú er í ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn, hafði hann höfnina
Hafnarfjörð á leigu um árabil ásamt Hans Holdtgreve. Það var
Kristján 4. Danakonungur, sem leigði höfnina.
Fram til 1542 voru prestarnir í Hafnarfirði nefndir Kalpelan,
Kappelan eða Kaplan (kaþólskir aðstoðarprestar). Fyrsti prestur-
inn, sem oss er kunnugt um við Hamborgarakirkjuna í Hafnarfirði
er „Jochhym der Hanenforder Kalpelane“. Árið 1538 fær hann
greiðslu fyrir hempu. 1541 er hann nefndur „Iler Jochhym der olde
kapplan". Honum er greiddur styrkur til 20 vikna, 2 skildingar á
viku. Sama árið, 1541, er annar prestur, „Her Korth de kappelan",
nefndur. Árið eftir, 1542, sjáum við í reikningum bræðralagsins, að
„Her Hynrick Konge de kaplan up Islant“ fær 10 mörk. Hinn 26.
ágúst 1552 sést þessi athugasemd: „Item Johannes Bramstede de
predekante in der Hanenforde geven ut bevel der olderlude 8 mk“.
Án þess að nöfn séu nefnd er talinn upp „prekant" 1540, „Her to
Hanenforde" 1543, sýnilega einnig kennimaður, og 1546 „Pastor in
de Hannenforde", sem allir taka við þóknun úr sjóði bræðralagsins.
Auk þessa eru nefndir sem prestar: 1582 séra Frans Keiser, 1590
Jiirgen Wunderkick, 1591 Samuel Kreye, 1592 og 1595 Johann(es)
Fabricius, 1593 og 1594 Magister Lucas von Collen, kosinn aðal-
prestur við Jakobskirkjuna í Hamborg 1595, 1596 séra Johan Schöne-
felt og 1597 séra Warnerus Meyer. Ætla verður, að þessir menn hafi
allir starfað við kirkjuna í Hafnarfirði. Um eftirtalda presta og pré-