Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 94
98
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
dæi. Heimild ein úr Skagafirði telur þó vita á gott sumar, ef víði-
tegundir sprengdu snemma af sér brumhlífarnar. Voru þau blóm
kölluð góubitlar. 1 Suðursveit var og álitið, að fénaði væri borgið á
jörð, þegar skollafingur sást.
Þrjár heimildir geta um vermistein í jörðu, en þá átti klaki að
vera tekinn að þiðna úr moldinni. Eru tvær af Fljótsdalshéraði, en
ein af Rauðasandi.
SUMARMÁLAHRET
Spurningarnar voru svohljóðandi: Var almennt álitið, að hrakviðri
fylgdi oft sumarmálum? Hvað var það nefnt (sumarmálahret,
hrafnahret t. d.) ? Var því trúað, að tíð mundi batna, er slíkt hret
var um garð gengið?
Við þessu bárust 80 svör, og voru þau yfirleitt mjög samsaga.
Næstum alls staðar hefur verið búizt við hrakviðri um sumarmálin.
Aðeins sjö telja ekki von á illviðri þá fremur en endranær, en at-
hyglisvert er, að þrjú þeirra eru frá sunnanverðum Húnaflóa, þ.
e. Hrútafirði og Austur-Húnavatnssýslu, og frá þessu svæði svarar
enginn því til, að búast megi við hreti um sumarmál. Tvö sams-