Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 120
MINNING
ÁSU GUÐMUNDSDÓTTUR WRIGHT
Rétt í þann mund að verið er að
leggja síðustu hönd á þetta hefti Ár-
bókar, berast þau tíðindi frá Trini-
dad í Vestur-Indíum,að látizt hafi þar
hinn 6. febrúar 1971 frú Ása Guð-
mundsdóttir Wright, heiðursfélagi
Hins íslenzka fornleifafélags. Enda
skal heftið ekki svo að heiman fara,
að ekki hafi það með sér dálitla minn-
ingu þessarar merku og sérstæðu
konu, sem á stórbrotinn og næsta ein-
stæðan hátt hlynnti að menningar-
málum, sem skyld eru áhugasviði
Fornleifafélagsins.
Foreldrar Ásu voru Guðmundur
Guðmundsson læknir, lengst í Laug-
ardælum og Stykkishólmi, og kona
hans Arndís Jónsdóttir háyfirdómara Péturssonar. Sex voru börn
þeirra hjóna og dóu sum í frumbernsku, en önnur í blóma lífsins,
og stóð Ása ein eftir, yngst systkinanna. Hún var glæsileg ung stúlka
og bar með sér höfðingsbrag, sterkur kvistur af rót íslenzkra fyrir-
manna á fyrri öld. Það átti þó ekki fyrir henni að liggja að lifa og
starfa í landi sinna sterku erfða. Hún giftist enskum lögfræðingi,
dr. Henry Newcome Wright, og bjó fyrst í Cornwall, en í lok síðari
heimsstyrjaldar fluttust þau hjónin til Trinidad, og þar dó Wright
lögmaður 1955. Þau höfðu átt búgarð þar í landi, og þar bjó frú
Ása áfram eftir lát manns síns í merkilegu og fjölbreyttu umhverfi,
og hafði gjarna um sig áhugamenn um náttúrufræði og náttúru-
vernd, sem var henni hjartfólgið áhugamál. Búgarðinn seldi hún
íyrir nokkrum árum samtökum, sem gerðu hann að friðgarði fyrir