Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 37
mannamyndir sigurðar málara
43
að dregið hafi verið ofan í Mms. 4363, en hina ekki. Ef Mms. 4363
er þannig til komin að dregið hefur verið ofan í ljósmynd, sem ekki
skal fortekið, þá hefur sú ljósmynd a. m. k. verið afar dauf. En hvað
sem því líður verður að hafna þeirri skýringu að 4363 sé teiknuð
upp eftir 4246; hún væri þá með ólíkindum nákvæm. Stærðarhlut-
föllin styðja og ennfremur að 4363 sé upprunalegri. Á 4363 er mynd-
fígúran ca. 5.7 X 5.6 cm, en á 4246 hins vegar 5.2 X4.5 og gat verið
eðlilegt að frummyndin hefði einmitt minnkað sem þessu nam við
ljósmyndun á visitplötu.
Að öllu athuguðu má því vel líta á Mms. 4363 sem teikningu er
hafi sjálfstætt heimildargildi, jafnvel þó að dauf ljósmynd liggi til
grundvallar.
Ekki skal véfengt að handaverk Sigurðar séu á Mms. 4363 þó að
engar sannanir séu fyrir því aðrar en orð gefandans. Handbragðið
er mjög fínlegt og Sigurði samboðið þó að myndin sé talsvert frá-
brugðin flestum öðrum myndum hans. Einna sambærilegust er hún
þó við myndina af Jóni Samsonarsyni (nr. 46), gerð með áþekkri
aðferð, en fullkomnari tækni.
Um það hvernig myndin hefur komist í eigu Daníels skal vísað til
þess sem að framan segir um mynd af Daða Níelssyni o. fl. (sjá t. d.
nr. 11).
]) Oprentuð skrá Mannamyndasafns.
60 Kristján Magnússen sýslumaður, Skarði. 1 eigu Elínborgar Boga-
dóttur á Skarði, sonardóttur Kristjáns, er til gömul ljósmynd eftir
teikningu af honum. Myndin er orðin mjög
dauf og velkt, en þó virðast höfundareinkenni
Sigurðar nokkuð glögg. Áritun, sem gæti skorið
úr um höfund, verður ekki greind á ljósmynd-
inni. Frummyndin hefur eflaust verið blýants-
teikning, áþekk myndinni af Ingibjörgu Eben-
esersdóttur (sjá þar), konu Kristjáns, og gerð
þegar Sigurður kom að Skarði 1858.
Ekki er kunnugt um hvað orðið hefur af
frummyndinni. Þó má geta þess að margt fór
forgörðum af myndum og öðrum munum úr
búinu á Skarði þegar íbúðarhúsið brann þar
sumarið 1937.