Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 60
66
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Hér er farið eftir handritinu AM 225 fol., sem talið er frá fyrri
hluta 15. aldar. Textinn er þýddur úr latínu og hljóðar svo í Viiæ
patrum (loc. cit.): portantes secum quamplurimi ipsorum urceos aqvæ.
et panes. Sést því greinilega, að vatnkarl er hér þýðing á urceus aqvæ.
Þeir þrír staðir, sem nú hafa verið raktir, eru í hópi hinna elztu í ís-
lenzku, ef miöað er við aldur handrita. Af þeim má ýmislegt læra:
1. 1 tveimur fyrri dæmunum, úr Stjórn og Þætti Helga Þórissonar,
er orðið greinilega haft um vatnsílát, sem notað er við handþvott.
Líkur benda til, að merking orðsins í íslenzkum máldögum sé hin
sama, eins og síðar verður rakið. 1 þriðja dæminu, úr Vitæ patrum,
er átt við ílát undir drykkjarvatn.
2. 1 engu dæmanna er vatnkarlinn eign kirkju né kirkjulegrar
stofnunar (klaustra, biskupsstóla o.s.frv.), eins og tíðast er í mál-
dögum og öðrum íslenzkum skjölum frá fyrri öldum. Um vatn(s)karla
í einakeign eru þó dæmi í D. I. og D. N., eins og rakið verður síðar.
3 Athyglisvert er, að vatnkarl skuli vera þýðing á urceus aqvæ í
Vitæ patrum. Hér virðist orðið hafa almennu merkinguna ,vatns-
kanna’.
»
Vatn(s)lcarlar i fornbréfum.
Eg hefi athugað alla staði, þar sem orðið vatnkarl eða vatnskarl
kemur fyrir í Fornbréfasafni samkvæmt registrum bindanna, og raun-
ar hefi ég fundið fleiri dæmi. Birti ég hér elztu dæmin, en fer eftir
Islandske originaldiplomer Stefáns Karlssonar, þegar þess er kostur.
Vísa ég ekki til handrita, þegar sú bók er notuð. Elztu dæmi úr ís-
lenzkum skjölum, sem varðveitt eru í frumriti, eru þessi:
mosurskalir fiorar brottnar ok ein treskaal vatnkarlar fiorir
kannwr sextan. IOD, bls. 53 (Skrifað 1. okt. 1374 á Hólum í
Hjaltadal).
vatnkarlar. iiij. ok er hinre fimti med tin. IOD, bls. 125 (Skrifað
12. maí 1396 á Ilólum í Hjaltadal). Sama skjal er birt í D.I.III,
613, en þar er prentað vatnskarlar, vafalaust ranglega.
J skemmu ... munlaugh. vatnkarlar. ij. IOD, bls. 126 (Skrifað
á Hólum í Hjaltadal 12. maí 1396).
vatn karl fótbrotinn. IOD, bls. 166 (Skrifað á Stað í Reyninesi
í Skagafirði 26. apríl 1408). >
vaskall brotæn. D. I. IV, 465 (Máldagi Tjarnarkirkju í Svarfað-
ardal frá 1431. Prentað er eftir Bréfabók Jóns Vilhjálmssonar:
Bps. B II 3, áður AM 225, 4to).