Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 75
UM ORÐIÐ VATN (s) KARL
81
fliest um merking-u orðsins vatnskarl. Árni segir „koparljón (að ég
hygg vatnskarlar)“. Hann er með öðrum orðum í fyrstu ekki alveg
viss um, hvort koparljónin séu vatnskarlar. Vatnskarl virðist þannig
naerkja „vatnskanna, vatnsílát“. Notkun orðsins vatnskarl í minnis-
greinum Árna virðist þannig lúta að notkun, en ekki formi. Þetta er
í samræmi við nokkru eldri heimildir, því að í Bps. A II 6, 14 (OH)
stendur „Jtem vatskalls dýr“ (1639) (OH), sbr. einnig Bps. A II 11,
43 (1675) (OH), þar sem orðið vatnslcarlsdýr kemur einnig fyrir.
Orðið vatnskaA'lsdýr verður tæpast skýrt öðruvísi en svo, að fyrri
hluti orðsins lúti að notkun, en hinn síðari að lögun, þ. e. að orðið
rnerki ,vatnskanna í dýrslíki'. Þetta orð sýnir með öðrum orðum, að
ekki má álykta sem svo, að allir vatnskarlar hafi verið í dýrslíki. Því
má skjóta inn, að um vatnsílát var einnig notað orðið vatnsben. Má
finna dæmi um það frá 18. öld:
Þeir tveir Vatnsberar af kopar, sem þar umm getur eru nii
bader bilader. Bps. A II 20, 209 (1768) (OH)A)
Þetta dæmi minnir á hin fornu dæmi, þar sem vatnsberi og vatnkarl
voru notuð sem þýðing á sama orðinu (aquarius).
En höldum nú áfram með vatn(s)karlinn. Frá Jóni Árnasyni bisk-
upi er eftirfarandi dæmi:
Aqvalis, is, m. Vatnskall. JÁrnGlós. 52 (OH).
Og í BH II, 414 segir, að ,vatskall‘ merki „item aqvalis, Vandskaal,
Vandkande“.
Niðurstaðan, sem fæst af þessum athugunum, er sú, að vatn(s)karl
hafi merkt „vatnsílát, vatnskanna“, en form ílátsins sé ótiltekið, þ. e.
að orðið hafi verið notað um vatnsílát af mismunandi gerðum. Við
skýringu á uppruna orðsins verður gengið að þessu vísu. Orðið vatns-
karlsdýr væri óþörf samsetning, ef allir vatnskarlar hefðu verið í
dýrslíki. Auk þess er ósennilegt, að Jón Árnason biskup og Björn
Halldórsson hefðu ekki tekið það fram, að orðið táknaði könnur með
sérstöku formi.
1) Hér að framan hefir þess ekki verið getið, að orðið vatnsberi komi fyrir í mál-
dögum. En rétt þykir að geta þess, að ég hefi rekizt á eitt dæmi um þetta.
I máldaga Ofanleitiskirkju í Vestmannaeyjum, sem talinn er saminn ein-
hvern tíma á árunum 1491—1518, kemur fyrir ,vatzberi‘, shr. D. I. VII, 42.
Máldaginn er prentaður eftir AM 263 fol. í yngra handriti (frá því um
1750) stendur ,vatzberi med tin‘. Upptalningin í máldaganum er tvístringsleg,
en vart er ástæða til að ætla annað en orðið sé haft um einhvers konar ,vatns-
könnu'.
6