Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 106

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 106
112 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS síður vel inn í austurlenskt umhverfi en skrautverkið á öðrum beit- um af austurlenskri g-erð. Samsetning af pálmettum og uppundning- um birtist snemma í Austurlöndum nær, einnig í egypskri og grískri list, og munstrið á Lundarbeitinni, röð af pálmettum milli raða með hlaupandi hundi, finnst á grískum vasa ekki seinna en frá 7. öld f. Kr. Pálmettur í hj artalöguðum umgerðum, oft myndaðar úr tveimur samhliða akantusteinungum, eru jafngömul efnisatriði og koma iðu- lega fyrir í sassanídískri og íslamskri list. Nefna má súluhöfuðin á lágmyndunum í Táq-e-Bostán og þrykkta og þrýsta upphleypta skreyt- ið frá Sámarrá og Lashkarí-Bázár, til að ná sambandi við þá staði þar sem málmslegnu beltin er að finna. Verulega góða hliðstæðu hef ég ekki fundið, en hins vegar náskyld munstur (9. mynd). Ekki er enn hægt að nota málmgreiningu Lundarbeitarinnar til að ákvarða uppruna hennar, af því að samanburðarefni vantar að mestu leyti. En benda má á að í Norður-Evrópu þekkjast ekki bronshlutir frá vík- ingaöid með álíka háu tininnihaldi, sem gerir málminn mjög harðan. Frá því snemma á íslömskum tíma á austurírönsku landsvæði þekkj- ast hins vegar mörg bronsker, sem reynt hefur verið að láta líkj- ast silfri og hafa hátt tininnihald. Þegar á allt er litið verður endan- leg afstaða til aldurs og uppruna Lundarbeitarinnar að hvíla í hendi framtíðarinnar. Víkingaöldin var norrænum þjóðum tími djarflegra landnámsleið- angra, verslunarferða og herhlaupa. Á þessum tíma byggðist Island, afskekkt ey í miðju Norður-Atlantshafi. Þjóðfélagið sem þar var til stofnað var að mörgu leyti höfðingjaveldi. Efnamennirnir voru höfð- ingjar í byggðum sínum. Þeir fóru oft til útlanda og voru vel séðir gestir og hirðmenn við hirðir erlendra konunga. Minningar um þetta geymast í kvæðum og sögum. Vitaskuld veita þessi bókmenntaverk ekki áreiðanlega vitneskju um landið á víkingaöld, enda hefur forn- leifafræðin breytt myndinni að nokkru. Grafir eru sjaldan mjög rík- mannlega úr garði gerðar og margir eyðibæir bera vitni um harða lífs- baráttu. En fornleifafundir tala einnig sínu máli um þá stéttarvit- und og sambönd við umheiminn sem sögurnar birta. Hvergi á Norð- urlöndum hefur það verið eins algengt að hestur hafi verið lagður í gröf hins látna og á Islandi.14 Haugféð er yfirleitt með norskum eða samnorrænum svip, en tiltekin séreinkenni sýna að Islendingar hafa þegar á víkingaöld leitað annarra leiða en móðurþjóð þeirra í Noregi og efnt til sinna eigin sambanda við umheiminn. Eins og eðli-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.