Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 135
fjórar fornar húsamyndir
141
6. mynd. Dyr frá Opdalkirkju,
Nummedal, Noregi. Talin frá
12. öld. H. Phleps, Die norweg-
ischen Stabkirchen.
7. mynd. Dyr frá Blomskog-
kirkju, Vermalandi, Svíþjóð.
Líkl. frá um 1300. R. Hauglid,
Norske stavkirker.
8. mynd. Dyr frá Hellestad-
kirkju, Vestur-Gautlandi, Sví-
ibjóð. R. Hauglid, Norske stav-
kirker.
8. mynd.
Að utan séð eru borðin eins og eilítið skásett, alveg eins og þau eru
sýnd á kirkjunni frá Valþjófsstað og gætu hafa litið út á stafni kirkj-
unnar á Herjólfsnesi ef tilgáta mín hér að framan er rétt (5. mynd).
Hægra megin dyra er allt óljósara um þil kirkjunnar, enda er skurð-
urinn skemmdur þar; hefur það þó vafalaust verið sett þrem borð-
um. Það ysta er óskemmt, er ekki skásett, en líkist meira hornstaf,
hvort sem höfundur myndarinnar hefur ætlað svo eða ekki. Hér
vaknar einmitt sú spurning hvort það sé ekki einn ágalli þessarar
margumtöluðu kirkjumyndar, að hornstafinn vanti, aðalkennimark
stafverksins ? Hugsanlegt svar væri að höfundur tæki sér skálda-
leyfi, léti sér þilborðin ein nægja eða hér væri um eldri gerð staf-
smíðar að ræða þar sem hornstafir eru ekki komnir til sögunnar en
þilborðin einungis greypt saman á hornum líkt og í kirkjunni St.
Drottin í Lundi.13 Öll rök mín hníga að því að á bjór sé skarsúð en
ekki einhverskonar bolhússtokkar líkt og Aage Roussell hugði. 1
fyrsta lagi er breidd bjórklæðningar minni en standþilja, líkt og sjá
má á gafli Hedalkirkju (5. mynd). I öðru lagi er greinilegur halli
á borðunum og þau eru slétt en ekki með neinu merki um ávala, líkt