Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 19
ZABINTSKI DOCHTER 23 munnmælin vilja vera láta? Sú spurning hefur þráfaldlega sótt á huga minn síðan í uppvexti. Ég þykist loks sjá, að verknaðurinn geti verið sprottinn af eldgamalli hjátrú sem aldrei skaut rótum meðal íslendinga, svo kunnugt sé, en lifði um aldir góðu lífi á meginlandi Evrópu, í þeim menningarheimi sem fóstraði Sabinsky múrsmið, og þó miklu víðar. En skrökva þá ekki munnmælin, að þessi hjátrú hafi borizt hingað með Sabinsky og eina dæmi hennar á íslandi sé ’greftrun’ dóttur hans í vegg Hóla- kirkju? Ég held að munnmælin skrökvi þessu ekki. Það vekur traust á þeim að hjátrúin sem á bak við býr þekktist ekki hér — og sem því svarar langsótt að Hjaltdælingar fyndu það upp hjá sjálfum sér að kista hefði verið múruð inn í óvígðan kirkjuvegg; ég hygg að engum þar um slóðir hefði hugkvæmzt að segja slíka sögu tilefnislaust. Fólk var vant að sjá í kirkjum grafleturstöflur sem á stóð að þessi eða hinn „hvíldi hér” og vissi að orðalagið vísaði til garðs- ins úti fyrir. Hliðstæð orð Sabinskys, lögð í munn dóttur hans, voru ekki skil- in á þessa leið í Hólasókn; þar merkti ,,Hier lieg ich” blátt áfram að hér ligg ég, hér í þessum vegg. Þrátt fyrir þetta er líklegt að fljótt hafi gleymzt norður þar sjálf ástæðan fyrir verknaði Sabinskys, ef hún var þá nokkurn tíma á ann- arra vitorði en manna á Hólastað samtíðis honum. Svo mikið er víst að ekki gat hún farið fram hjá Gísla biskupi, því barnskistan varð ekki múruð inn í vegginn án heimildar hans. Um þá hjátrú, sem hér er til tals, er fjallað rækilega í hinu mikla riti Hand- wörterbuch des deutschen Aberglaubens (sbr. uppflettiorðin Abwehrzauber, Bauopfer, einmauern, Kinderopfer) og verður hér á eftir stuðzt við það sem þar stendur. Til hliðsjónar skal bent á Danske Sagn, Ny Række II, 2., bls. 201-02, þar sem segir frá steini yfir kirkjudyrum í Hvidbjærg með úthöggvinni drengsmynd, og er sagan um hana sömu ættar, undir niðri, og ástæðan fyrir því að dóttir Sabinskys hvílir nú í vegg Hólakirkju, ef það er þá satt. Hjátrúarsiðir haldast við lengi, stundum kynslóðum saman, eftir að hinn írumstæði kraftur sem skóp þá er fjaraður út innan þeirra og þeir sýnast vera orðnir sérvizka tóm. Mörg þvílík dæmi þekkja menn nú á dögum úr sínu eigin lífi. Og þannig var því farið, að minni hyggju, hafi Sabinsky múrað kistu dótt- ur sinnar í vegg Hólakirkju: Athöfn hans, sem gæti virzt sérvizka, átti upp- runa sinn í þeirri römmu hjátrú fyrri manna, að fórnfæring verði áföllum nýtt mannvirki sem á miklu valt að stæði, til að mynda kastala, borgarhlið og borgarmúr, brú, stíflugarð. Barnfórnir voru þá teknar fram fyrir allar aðrar, því menn hugðu að ungt líf og óspillt hefði í sér fólginn mátt sem bezt tryggði varanleik þess háttar smíða. Fórnfæringar, þegar reist voru mikilvæg mannvirki, viðgengust um allar álfur, sama á hvaða menningarstigi þjóðirnar stóðu. „Trúin á að hvert nýtt mannvirki krefjist fórnfæringar er vaxin af þeirri hugmynd, að brýnt sé að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.