Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 21
KRISTJAN ELDJARN
LEIRUVOGUR OG ÞERNEYJARSUND
Staðfrœðileg athugun
Stutt er á milli skipalægjanna gömlu og þar með kaupstefnustaðanna í
Leiruvogi (eða Leiruvogum) í Mosfellssveit og við Þerneyjarsund á Kjalar-
nesi. Má vera að báðir staðir hafi að nokkru verið notaðir samtímis, en hitt
virðist þó ekki ósennilegt að Þerneyjarsund hafi leyst Leiruvog af hólmi, og
kynni það að hafa stafað að nokkru af því að hafnarskilyrði hafi versnað í
Leiruvogi vegna þess að áin bar sífellt meira og meira í hann og olli því að
hann fór grynnkandi. Hitt er einnig athugandi hvort flutningur frá Leiruvogi
til Þerneyjarsunds hafi orðið vegna tilkomu nýrrar skipagerðar sem aðstæður
allar á síðari staðnum hentuðu betur. Athyglisvert er, eins og fram kemur hér
á eftir, að Leiruvogs er nokkrum sinnum getið í fornritum en ekki í annálum
og skjölum, en Þerneyjarsund er ekki nefnt í fornsögum (nema Kjalnesinga
sögu) en hinsvegar nokkrum sinnum í annálum og skjölum. Þetta kynni að
segja sína sögu. Annars er ekki ætlunin að fjölyrða svo mjög um þetta, heldur
aðeins hyggja að því hvort sést hafi og sjáist ef til vill enn einhver merki um
kaupstefnuhald á þessum tveimur stöðum, sem báða má með talsverðum rétti
kalla undanfara Reykjavíkur sem miðstöðvar verslunar hér með Sundum.
1. Leiruvogur
I Leiruvogi hagar þannig til, að þar er mjög mikið útfiri og koma upp mikl-
ar leirur með fjöru en síðan flýtur yfir allt með flóði. í Leiruvogi hefur verið
höfn að fornu og má vera að skipum þeirra tíma hafi verið fleytt eins langt
upp og unnt var með flóði og þau látin standa þar að nokkru á þurru. í forn-
um ritum er nokkrum sinnum vikið að Leiruvogi sem alþekktum landtökustað
og skulu þau dæmi rifjuð hér upp til glöggvunar.
I Landnámabókum, bæði Sturlubók og Hauksbók, segir svo:
Hrollaugur fór til íslands með ráði Haralds konungs ... hann rak vestur
fyrir land ... þeir tóku land vestur í Leiruvogi á Nesjum (ísl. fornrit 1,317).
I Sturlubók (og hið sama í Hauksbók með lítið eitt breyttu orðalagi):
Þórður fór til íslands og nam land í Lóni fyrir norðan Jökulsá milli og