Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 27
leiruvogur og þerneyjarsund
31
Þerneyjarsunds er aðeins einu sinni getið í fornsögum, nefnilega í Kjalnes-
inga sögu, sem er skrifuð snemma á 14. öld og talin með öllu ósöguleg en eigi
að síður góð staðfræðileg heimild. Um Örlyg segir söguhöfundur: Hann tók í
Þerneyjarsundi höfn. (ísl. fornrit XIV, 4), og ætti þetta að vera fullgild heim-
ild þess að Þerneyjarsund hafi verið vel þekkt sem skipalægi þegar sagan er
rituð, og er elsta dæmið um að þess sé getið í ritum. En að sjálfsögðu hefur
höfundur einnig kunnað góð skil á Leiruvogi sem höfn, ef til vill bæði í veru-
leikanum og úr sögum. Hann segir:
Á ofanverðum dögum Konofogors kom skip í Leiruvog; þar voru á írsk-
ir menn (ísl. fornrit XIV, 5).
Síðan koma nokkrar annálsgreinar sem geta Þerneyjarsunds:
1391: Vígður Þorsteinn (Snorrason) til ábóta að Helgafelli af Miceli
biskupi og kom út í Þerneyjarsundi á Hösnabúsunni og síra Halldór Lofts-
son, síra Þórður og Björn Einarsson og Þórður Sigmundsson og voru allir
Rómferlar (Gottskálksannáll, Isl. Annaler, 367).
1411: Útkoma Björns bónda Einarssonar i Þerneyjarsundi með heilbrigt
(Lögmannsannáll, Isl. Annaler, 290).
1419: Lét Jón biskup í haf og tók ísland með heilbrigðu í Þerneyjarsundi
(Lögmannsannáll, Isl. Annaler, 293).
Af einu varðveittu skjali frá 7. júlí 1409 sjáum við að þá eru höfðingjar
landsins, Oddur Þórðarson lögmaður austan og sunnan á íslandi og hirðstjór-
inn Vigfús ívarsson, staddir í Þerney, ásamt íslenskum bændum og norskum
kaupmönnum. Þeim er vandi á höndum af því að þeir liggja með konungsgóss
sem þeim bráðliggur á að koma utan og forða frá eyðileggingu, en ekki er gott
um að gera, því að til þess verða þeir að ógilda umboð Helga nokkurs Björns-
sonar yfir konungsparti í Þorlákssúðinni (fsl. fornbréfasafn III, 724). Þarna
bregður fyrir líflegri mynd frá kaupstaðnum í Þerneyjarsundi meðan hann var
og hét.
Og að lokum: Hinn 11. desember 1492 úrskurðar Stefán biskup Jónsson í
Skálholti um þrjá landseta staðarins að þeir standi við skyldu sína um kapal-
lán:
...dæmdum vær og úrskurðuðum staðarins landbúa í Skálholti, þá sem
svoddan leigumála hafa á þeim jörðum, er þeir búa á, að þar á að ljá hross-
lán, skylduga að láta til reiðu lestfæran kapal undir þriggja vætta klyfjar í