Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 31
LEIRUVOGUR OG ÞERNEYJARSUND
35
fræðingafundi á Gotlandi og kallast „Havner pá Island i middelalderen.” Þar
kemur fram að hann kannast ekki við neinar kaupstaðarminjar i Leiruvogi, en
um Þerneyjarsund vitnar hann til Árna Magnússonar og segir síðan: „Foruten
svake spor etter boder kan man finne levninger av mange smáskur, og de leder
tanken hen pá opbevaring av törrfisk.”
Þessar litlu byggingar sem Helgi talar um eru áreiðanlega grjótbyrgin á
Höfðanum (nefnd hér að framan) suðvestan við Álfsnesvíkina. Mér taldist til
að þau væru 8 eða 9, nokkuð dreifð, en þó ekki um stórt svæði. Þrjú þeirra
eru alveg frammi á sjávarbakkanum en hin lengra frá sjó. Þau eru misstór, en
öll lítil, gerð úr eintómu grjóti, sum nokkurn veginn kringlótt, frumstæð að
gerð. Eins og Helgi tel ég fullvíst að þetta séu fiskbyrgi, og það telur Björn
Þorsteinsson einnig, en hann nefnir byrgi þessi í Reykjavík miðstöö þjóðlífs,
Rvík 1977, bls. 14, og í Á fortium slóðwn og nýjum, Rvík 1978, bls. 28, og
birtir ljósmynd af einu þeirra. Mannaverk þessi geta ekkert annað verið en
fiskbyrgi eða skreiðarbyrgi. En að þau séu forn er alls óvíst. Slík byrgi voru
notuð langt á aldir fram. Og þau koma ekki kaupstöðunum við heldur útgerð-
inni og fiskverkuninni. Byrgin á Höfðanum eru líka það langt frá kaupstaðn-
um (?) hjá Niðurkoti að þar er ekkert samband í milli.