Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 61
AF MINNISBLÖÐUM MÁLARA
65
Dyratré Ólafs Stephensens úr Hólakirkju í Eyjafirði. Þjms. 10968.
til og tekið með. Síðan líða dagarnir, árin. í nýrri sjónarhornsstöðu bregður
svo við að manni verður skyndilega ljóst, að horft var framhjá mikilvægu
atriði. Oft er það þá tilviljun sem ræður að augun ljúkast upp. Vegna starfs
míns sem listsögukennara undanfarin tvö ár hef ég m.a. oft þurft að fara í
smiðju til dr. Ellen Marie Mageroy, nánar tiltekið i hið mikla og merka verk
hennar „Planteornamentikken i islandsk treskurd.” Viti menn, einn daginn er
ég að lesa á bls. 111-12 í lesmálsbindinu um dyratré úthöggvið. Undir skúrfjöl
kildri er kringla áletruð. Út frá henni neðst ganga akantussveigar gagnskornir.
Inni sveigunum eru annarsvegar krónur blóma en hinsvegar englar, allt málað
í upphafi.
Dr. Ellen Marie er í hálfgerðum vandræðum með þennan grip. Henni sýnist
margt benda til að verk þetta sé eftir þann fræga bíldhöggvara Hallgrím Jóns-
son „englene og blomstene kan fá en til á tenke pá arbeider av Hallgrímur,” en
segir svo allt að því hnuggin: ,,Men stykket er sydfra” Og hvers vegna er það
að sunnan? Á kringlunni er greinilega nafndráttur Olafs Stefánssonar amt-
manns, OSS, og undir honum orðið amtmaður og ártalið 1774. ,,Dette tyder
pá at det stammer fra amtmann Ólafur Stephánssons hjem i Sviðholt pá Álfta-
nes”14 segir hún og er þar sama sinnis og Matthias Þórðarson í safnskýrslu
sinni nr. 10968 þar sem hann segir: ,,Er sýnilega frá bústað Ólafs amtmanns
Stephanssonar er hann bjó í Sviðholti á Álftanesi” Hver láir þeim Ellen Marie
og Matthiasi að taka þessa afstöðu? Ekki ég. Auðvitað lá það beinast við að
tengja dyratréð atarna Sviðholti. Ólafur Stefánsson bjó þar einmitt á árunum
1771-80. Hinsvegar sést, ef nánar er að gáð, að dyratréð kemur ekki beint til
Þjóðminjasafnsins. ,,Var sent þjóðminjasafninu í Höfn,” ritar Matthías í
skýrslu sína. Hann veit því ekki í raun hvaðan tréð kemur, heldur giskar á það
af likum.
Nú víkur sögunni annað. Eins og lesendum er kunnugt birti ég niðurstöður á
rannsókn á fornum húsaviðum í Hólurn í Eyjafirði í Árbókinni árið 1978.
5