Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1986, Blaðsíða 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1986, Blaðsíða 1
KÚABÓT f ALFTAVERI I_________________________________________________13 (Raunar er viti þessi alls ekki á Alviðruhömrum hcldur langt fyrir austan þá). Hvar scm nefnd er hæð í þcssari frásögn er átt við hæð yfir þetta fjöruborð, sem staðfest er með hæð beggja þessara óhagganlcgu punkta. Auk þess að rúst þessi er af nafnlausum bæ cr hún hvergi merkt á kort. Ekki rcyndist auðvelt að finna stað hennar á uppdrætti Islands. Vitinn á Alviðruhömrum er mjög rangt settur á uppdráttinn, (næstum 1 km of austarlcga) og hnit hans óþekkt og er þá aðeins um tvo góða mælipunkta að ræða í nágrenninu: Digraklett eða Sínal hjá Hraungerði og turn kirkjunnar á Þykkvabæjarklaustri, en því miður má heita að þessa punkta beri saman séð frá rústinni. Ráðið varð þess vegna að mæla stefnur frá rústinni til horna í tveimur flatarmyndum: 1. Hjörlcifs- höfði - Langaskcr - Sínall og 2. Kirkjuturninn — Fjöruskcr - Hafursey. Hnit allra þessara punkta eru þekkt og eftir mælingunum voru reiknuð hnit rústarinnar, eða öllu hcldur aðalpunktsins (X = 36 m, Y = 22 m) og reyndust þau vera X= —30 264,2 m og Y= —167 976,5 m. Frá rústinni cru þá rúmlega 1,7 km að Hraunbæ, sem er næsti bær í byggð, rúmlega 6,5 km að vitanum og rúmir 18,5 km vestur yfir Mýrdalssand að Hjör- leifshöfða (að mælingavörðunni uppi á fjallinu). Ekki þarf að taka fram að við uppgröft þennan komu aðeins í ljós rústir húsa, en ekki heil hús, jafnvel tóttir húsa eru sjaldan svo lítið hrundar að þær séu réttnefndar tóttir. Samt er það málvcnja að tala gjarnan t.d. um baðstofu eða baðstofutótt, þar sem aðeins er um að ræða rúst baðstofu, svo sem að segja að í baðstofu finnist t.d. snældu- snúður, þó hann raunar finnist í rúst baðstofunnar. Þctta hefur ckki verið samræmt í eftirfarandi lýsingu og er vonast til að það valdi ekki misskilningi. Nú er það einatt svo að ekki er strax Ijóst og verður ef til vill scint vitað með vissu hvcrt var nafn þess húss, sem upp er grafið, hvorki hvað það var nefnt á meðan það var í notkun, né hvað ber að ncfna svipuð hús sbr. D hér á eftir. Stundum má þó nálgast nafnavcnjur með samanburði við samtímaúttektir bæja. Jafnóðum og einstök hús komu í ljós í þessum uppgrefti var þcim gefið bókstafsmerki, fyrsta hús var nefnt A, næsta B, þá C o.s.frv. allt að bókstafnum K, því sem næst í sömu röð og húsin voru grafin upp. Sterkar líkur eru til þess að A hafi verið nefnt stofa, B skáli, C anddyri eða forstofa. D var efalaust matargeymsla með jarðgröfnum sáum í gólfi, en einnig með eldstæði. í nútímamatbúrum á eldstæði ekki heima og er óvarlcgt að fullyrða hvort D hefur vcrið nefnt búr, eldhús cða eitthvað enn annað. Við uppgröftinn kom í ljós að línan Y = 25 m, scm liggur 3 m norðan

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.