Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1986, Blaðsíða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1986, Blaðsíða 2
14 ÁR13ÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS við aðalpunktinn, lá í gegnum dyr milli A og B og liggur þá óslitið eftir húsagólfum frá austurgafli A um B, C og að vesturgafli 14 samtals tæpa 30 m vcgalengd, og ennfremur þvert yfir framanverð gólfm í J og H. Auk þcss liggur hún næstum samhliða framiilið bæjarins og stéttinni framan hennar, munar aðeins 1° sem framhliðin stefnir sunnar en þcssi lína. Af þessu leiðir að heppilegt er að miða fjarlægðir innan húsanna við hana, ekki síst til stafa, steina og veggja. Til hægðarauka hefir þessi lína verið nefnd miðlína. Staður, sem sagður cr 0,45 m norðan við mið- línu cr þá við Y = 25,45 m í mælikerfinu og annar, sent sagður cr 1,78 m sunnan miðlínu er við Y = 23,22 m og fjarlægðin á milli þeirra, ef báðir eru jafnvcstarlega er þá 0,45+1,78 = 2,23 m, þ. e. fyrri staðurinn er 2,23 m norðar en hinn síðari. Einstök hús A. (stofa) Innra borð veggja er hlaðið úr dágóðum hraunkólfum, enda cr auð- velt að afla slíks efnis úr hraunklöppum, sem þar eru allt í kringum bæinn. Hvergi sást þar torf á milli steina. Hæð veggjanna er allt að 1,75 m yfir gólfið þar sem hæst bar, einkum norðurvcggur og kampar að vestan og er trúlegt að þar séu veggirnir í fullri hæð. Veggir að austan og sunnan voru nokkru lægri, allt niður í 1,20 m og mun þar vanta ofan á þá steina, sem einkum hafa skriðið út af þeim, cnda hallar yfirborði lands í þær áttir. Þó veggirnir væru vel lilaðnir, voru þeir þó allhrjúfir og heldur óþjálir sem sætisbak. Tótt þessi cr fremur óregluleg; þrír veggirnir ntega heita beinir, en norðurveggur sveigist nokkuð til suðurs austan við miðju og verður húsið því mjórra í austurendann. Einnig eru hornin dálítið skökk. Mál tóttarinnar eru þessi: L. við norðurvegg 6,76 m og við suðurvcgg 6,88 m, vídd við dyravegg 4,17 m og við austurgafl 3,95 m; þessi mál eru þó ckki nákvæm, steinanef og veggjarholur valda nokkurra cm frávik- um. Gólfið var heldur óslétt og um 0,15 m hærra við dyr en austur við pall. Sjálf gólfskánin náði ekki alveg út að veggjum. Þar sýndu trjáleifar og fleiri ummerki að við norður- og suðurvegg hafa verið bekkir, við austurvegg breiðari pallur og þil við vesturvegg. Gólfskánin var gráleit og flögótt, í henni var talsvert af beinaleifúm, einkum fiskbeinum, smábeinum og beinflísum úr húsdýrum og einnig trjáleifar o.fl. smádót. í gólfskáninni voru engar kolaleifar og hefur aldrei verið kvciktur eldur á þessu gólfi.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.