Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1986, Blaðsíða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1986, Blaðsíða 3
KÚABÓT í ÁLFTAVERI 1 15 Við vesturvegg báðuni megin dyra voru leifar af timburþili, að sunnan 0,15—0,20 m frá veggnum, en að norðan var það lcngra frá eða 0,32—0,40 m. Sunnan dyra voru þilleifarnar óljósar og vaftlítið úr lagi færðar, cn norðan dyra voru þær miklu skýrari. Beint austur frá nyrðra dyrakampi í 0,37 m íjarlægð, stóð neðri endi af grannri stoð, sem hér cr nefnd nyrðri dyrastoð, 0,09 m x 0,07 m í þversnið í gólfinu; hún náði 0,05 m ofan í gólfskánina og stóð þar á steini. Vcggjarmcgin var tckinn stallur í hana liðlega 0,05 m djúpur, þar aftan á stoðina var negld- ur tréklampi vcl 0,02 m þykkur og jafnbreiður stoðinni eða 0,07 m. Trénagli var rekinn austanfrá í gegnum stoðina og inn í klampann. Ofan á stallinum á milli stoðar og klampa lá tré eða fjöl, sem endaði við suðurhlið stoðarinnar, en hinn endi fjalarinnar náði alveg út að norður- vegg og var því 1,50 m að lengd. Líklcga hefur fjölin verið trénegld við stoðina, cn þar var allt fúið og afiagað og verður ekki fullyrt um negl- inguna. Fjölin var 0,05 m þykk, 1,50 m löng svo sem fyrr sagði, en breiddin er óviss vegna fúa, en nú voru þó eftir allt að 0,12 m af neðri- hluta fjalarinnar. Undir neðri brún hennar voru steinar, sem hata lyft henni frá gólfi, í 0,63 m og 0,70 m hæð. Efri brún var allslitrótt, en á einum stað vottaði fyrir nót í hana, en þetta var þó óljóst og gæti jatn- vel verið fúaskemmd. Eins og áður sagði var fjarlægð fjalarinnar frá vesturvegg allt að 0,40 m, hún gæti þcss vegna verið úr framhlið af bckk, en þcgar þess er gætt að hún nær alla leið að norðurveggnum, þvert fyrir endann á bekknum, sem þar var, cr miklu líklegra að hér sé um fótlista undan þili að ræða. Sunnantil við dyrnar 0,28 m austan við syðra kamphornið og 0,64 m sunnan við miðlínu er stoðarendi í gólfmu, þrístrendur og snýr sléttum fiötum austur o|4 suður, en þriðja liliðin, sem er kúpt, snýr norðvcstur, þvm. 0,14 m N-S og 0,13 m A-V. Þessi stoð nefnist syðri dyrastoð. Ofan í stoðarendann er klofi, 0,04 m breiður og stefnir A-V, í honum liggja viðarlcifar úr tré, scm hefur stefnt eins og dyrnar. Petta var ótvírætt, en svo stuttar og mjóar voru þessar leifar að þær gætu jafnvel verið úr nagla. Þær stóðu hvorugu megin út úr stoðinni. Suður frá þessari stoð er steinn í gólfi, merktur A.S.O., þvm. 0,21 m A-V og 0,25 m N-S. Hann er 0,30 m austan við vcsturvegg og 1,67 m sunnan við miðlínu. Fast vestan við þennan stein stendur lítil hella upp á rönd og vestan hcnnar eru gjörfúnar trjáleifar og má þó sjá að þetta eru leifar af íjöl eða þunnu tré, sem hefur staðið upp á rönd. Þessar fjalarleifar liggja norður á móts við þríhyrndu stoðina og enda eða hverfa vestan hennar á móts við klofann, sem fyrr var nefndur. Lengd trjáleifanna cr um 1,12 m, en þar eð fúið er af báðum

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.