Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1986, Blaðsíða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1986, Blaðsíða 3
KÚA13ÓT í ÁLFTAVERI I_________________________________________________19 höggnir. í framhlið eru gerð tvö samsett strik, rómönsk kílstrik , þau fylgja jöðrum framhliðarinnar, cru hvort um sig samtals 0,026 m breið og eru sett 0,015 m frá jaðri. Á þeim stoðarkanti, sem snýr vestur er eins strik og einnig 0,015 m frá frambrún; austurkantur er sléttur. Niður með framhlið þessarar stoðar hefur verið rekinn fleygur ofan í gólfið svo að hann nær aðeins um 0,05 m upp úr því, br. A-V 0,159 m þykkt 0,073 m í efri enda. í hlið fleygsins er nót, 0,02 m víð og 0,03 m djúp. Fleygur þessi virðist vera smíðaður úr gamalli syllu eða því- líku. Framan við stoðina og ofan við fleyginn var klampi, br. A-V 0,102 m, þ. N-S 0,056 m 1. (=hæð) nú 0,226 m. Klampinn er lögulega tilhögginn á allar hliðar og sneitt af báðum frambrúnum, smíðaður úr maðksmognum rekavið. 0,15 m ofan við neðri enda stendur trénagli í gegnum klampann. Hann er með ferstrendum haus, en cndann, sem standa átti út um bakhlið klampans, vantar. Ekki fór á milli mála að fjöl hafði verið framan á stoðinni, neðri jaðar hennar hefur legið á efri enda fleygsins, en klampinn ncgldur framan á hana og naglinn náð inn í stoð- ina, en nú var hann ásamt gatinu í stoðina fúinn burt og fjölin með öllu horfin. Ekki er stoð austar í þessari röð fremur en í þeirri við norðurvegg, cn 0,95 m austar stendur fjalarbútur í gólfmu, merktur A.A. IL Fjölin snýr hlið til vesturs, br. 0,14 m, þ. 0,03 m, hæð 0,76 m eða 0,40 m yfir gólfið. Þessi fjöl svarar til fjalar austan við stoðaröðina við norðurvcgg A.A.I og virðist hafa gegnt svipuðu hlutverki. Þegar húsið A var grafið upp kom í ljós að bekkir höfðu verið með- fram báðum hliðarveggjum og breiðari pallur við gafl. Við norðurvegg voru enn á sínum stað fjalir úr framhlið bekkjarins og ummerki sáust einnig við suðurvcgg, sem bentu til bekkhliðar þar og leifar úr framhlið palls við austurgafl lágu á gólfinu. Skal nú gerð nánari grein fyrir þessu. A bilinu milli vesturþils og vestustu stoðar við norðurvegg, A.N.I, stóð uppi framhlið af bekk, gerð úr tveimur fjölum nokkurn veginn jafnbreiðum, mesta breidd þeirra nú 0,14 m hverrar um sig. Lengd bekkhliðarinnar var 1,22 m, hæð efri brúnar frá gólfi nú mest 0,40 m í vesturendann, en hallaði til austurs, endinn þar virðist hafa sigið, hann var nú 0,09 m lægri. Fjalirnar hafa líklega verið negldar á vestustu stoð- ina (A.N.I), því þar var naglagat í neðri fjöhnni, en tilsvarandi staður á efri fjölmni og sjálfur naglinn var fúinn burt og stoðin svo óheil að ekki varð gengið úr skugga um hvernig þessari neglingu var háttað. 3. Hörður Ágústsson: Fornir húsaviðir á Hólum, Árbók hins íslcnzka fornlcifafclags 1978, Rvk. 1979, bls. 15.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.