Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1986, Side 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1986, Side 4
20 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Rúmlega 0,30 m frá vesturenda fjalanna stóð hæll í gólfinu við bakhlið þeirra. Hann náði upp á móts við efri brún bekkhliðarinnar, upp í 0,91 m hæð, br. A-V 0,05 m, þ. 0,04 m. Má vera að fjalirnar hafi verið negldar á hann, en ekki var hægt að ganga úr skugga um það vegna fúaskemmda. Að neðan var bekkhliðinni lyft frá gólfi. Litlu vestar en á móts við hælinn á bak við fjalirnar var undir henni tréhæll, sem rekinn hafði verið ofan í gólfið og hvíldi neðri rönd bekkhliðar- innar á efri enda hans. Austar lá steinn á gólfinu undir sömu fjöl. Varð því allt að 0,12 m loft undir bekkhliðina. Ekki náði bekkhliðin alveg vestur að þilleifunum að vcstan, vantaði um 0,15 m á þann enda. Hefur líklega fúnað af endanum cf til vill vegna þess að hann hafi verið festur á tré, sem hefur þá einnig eyðst. Framan við næstu stoð, A.N. II, voru leifar af fjöl. Hún hafði verið negld á stoðina, en brotnað um naglann. Hún var mikið fúin og óheil, l. 1,13 m, br. 0,10 m mest, þ. mest 0,025 m. Af upphaflcgum (efra) jaðri voru aðeins eftir 0,30 m og af afstöðu jaðarsins má sjá að fjölin hefur ekki verið mjórri en 0,12 m þegar hún var heil. Þarna var gólf- hæðin 0,51 m og hæð efri jaðars 0,70 m. Hafi nú fjölin verið 0,12 m breið hefur neðri jaðar aðeins verið 0,09 m frá gólfi og má þá gera ráð fyrir að þetta sé neðri fjöl, því líklega hafa verið tvær Qalir í bekkhlið- inni, hvor um sig allt að 0,15 m breið eða bekkhliðin öll um 0,30 m líkt og var vestur við dyraþil. Ekki var fjölin negld beint á stoðina heldur var önnur lóðrétt fjöl og líklega auk þcss hellublað á milli. Við þetta færist fjölin 0,05 m lengra fram á gólfið. Ef til vill er þctta gert til þess að mynda lengri beina bckkhlið en clla, þar eð stoðaröðin er sveigð út um miðju. Benda má á að framhlið stoðanna A.N. I og A.N. III ásamt viðaukanum framan við A.N. II liggja svo til í beinni línu, en þó er stefna þeirrar línu ekki alveg sú sama og á bekkhliðinni vestan við A.N. I. í nánd við A.N. III liggja leifar af tveimur fjölum á gólfi, önnur rétt framan við stoðina, en hin nær veggnum og undir bekkstæðinu. Ef til vill er fremri fjölin leifar af bekkhlið. í stoðinni er naglagat, sem sýnir að eitthvað hefur verið neglt á hana. Þýðing hinnar fjalarinnar er óljós. í stefnu frá A.N. IV, sem raunar vantaði að mestu leyti, og upp að vegg, lá fjöl og var suðurendinn brotinn af, en brotið lá rctt við fjalar- endann; 1. 0,45 m + 0,06 m, samtals var fjölin því 0,51 m, br. mest 0,06 m, þ. um 0,06 m. f styttra brotinu var bútur og haus af trénagla, sem sýnir að fjölin hefur verið negld á eitthvað. Fjölin er mjög fúin og óheil raunar aðeins klofningur úr stærra tré. Austan við suðurenda þessarar fjalar liggur önnur fjöl, sem stefnir austur—vestur (eins og bekkurinn), 1. 0,25 m, br. 0,14 m, þykkt óljós vegna fúa. Freistandi er að halda að

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.