Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1986, Blaðsíða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1986, Blaðsíða 6
22__________________________________________ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS þýðingu fyrir gerð hans né að hún sé úr honum komin. Hún virðist hafa lent þarna af tilviljun og ber að hafa í huga að þar sem til scst var bil milh bekkhliðar og gólfs. Austar, sunnantil á móts við bilið á milli A.S. II og A.S. III lá raftur á rofunum eða neðst í sandlaginu, aðeins 0,20—0,30 m frá suðurvegg, 1. 1,34 m, br. 0,11 m og h. 0,16 m. Hann var gjörfúinn og brotið af báðum endum. Ekki var sjáanlegt að hann hefði neina þýðingu þar sem hann lá. Hann hefur verið ónýtur þegar honum var hcnt þarna. Um 0,20 m suðaustur frá A.S. III, en þá stoð vantaði raunar, stóð spýta í gólfinu, ávöl í lögun, þvm. 0,06 x 0,11 m og náði upp í 0,46 m hæð. Þýðing þessa trés er óljós. Við stoðina A.S. IV mátti sjá þess augljós merki að framan á hana hefur verið negld bekkhlið og er því lýst hér að framan. A bakvið stoð- ina, aðeins 0,06 m sunnan hennar, er spýta rekin niður í gólfið, br. A-V 0,08 m, þ. 0,02 m, h. 0,63 m; þýðing hennar er óljós. Framhliðar stoðanna A.S. I, A.S. II og A.S. IV liggja allar í beinni línu. A.S. III vantar, en holan, sem þar var í sandinum bendir til að hlið þeirrar stoðar hafi snert sömu línu. Eg hygg því að hér framan við suðurvegginn hafi verið bekkur með beinni hlið, þó hennar sjái nú lítil merki, og að stoðirnar hafi staðið inni í bckknum og bekkhliðarnar negldar framan á þær svo sem sjá mátti við stoð A.S. IV. Nokkurn veginn beint fyrir enda stoðaraðanna við norður- og suður- vegg stóðu fjalir eða tré í gólfinu og sneru sléttum flötum vestur, merktar A.A. I og A. A. II hér að framan (sjá bls. 18 og 19). í stefnu á milli þeirra lágu á tveimur stöðum leifar af fjölum uppi í sandinum. Önnur fyrir miðjum gafli, mjög fúin og óásjáleg, og hin litlu sunnar, 0,05-0,06 m þykk og naglagat í gegnum hana. Spýtan hefur brotnað um gatið og raunar er hún mjög fúin og óheil. Báðar lágu fjalir þessar láréttar og sneru hhðfleti í vestur eða inn í húsið. Nærri syðri fjölinni, 0,93 m frá gafli og 1,53 m norðan við suðurvegg stóð grannur fer- skeyttur stafur í gólfinu, br. N-S 0,07 m, þ. 0,03 m. Hafi framhlið palls verið fest framan á trén A.A. I og A.A. II hefur þessi stafur fallið framan á hliðina á svipaðan hátt og klampinn framan við A.S. IV. Skammt austan við A.A. I er tré uppi í pallstæðinu, þvm. A-V 0,10 m og N-S 0,07 m óreglulcga ávöl að lögun, hæð 0,75 m eða rúmlcga 0,35 m yfir gólfhæð. Austur við gafl, 1,30 m frá norðurvegg og 0,12 m frá austurgafh stendur óreglulega ferskeytt tré í gólfi, þvm. N-S 0,07 m, A-V 0,05 m mest, hæð 1,02 m. Vestar stendur enn næstum sívalt tré, 1,54 m frá norðurhlið, 0,60 m frá gafli, þvm. N-S 0,09 m, A-V 0,10 m, hæð 0,93 m.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.