Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1986, Blaðsíða 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1986, Blaðsíða 8
24_________________________________________ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS verið komið fyrir við veggina til að bera stafi eða syllur; smærri steinar kunna að hafa verið notaðir til að styðja við tré eða fylla í eyður; einnig gæti mold hafa verið mokað upp að fjölum til stöðvunar eða þéttingar. Á móti því mælir að óvíða voru bekkirnir fylltir af mold, eða raunar aðeins í norðvesturhorni hússins, auk þess verður að hafa í huga að allsstaðar virðist hafa loftað undir bekkhliðarnar. Loks er svo að sjá að mikið af mold og grjóti sé venjulegur úrgangur úr byggingarefni tótt- arinnar, sem hefur verið flutt þangað, en ekki kastað út yfir mannhæð- arháa veggina. Þetta er einkum áberandi við austurstafninn og þar var einnig mest af þessu efni, sem lá þar í óhlöðnum bing, sem hálffyllti pallinn. Skal nú litið nánar á þetta. Til hægðarauka verður húsinu nú skipt í stafgólf. 1. stafgólf er vestan stoða A.N. I og A.S. I, 2. stafgólf á milli A.N. I og A.N. II að norðan og A.S. I og A.S. II að sunnan o.s.frv. 5. stafgólf er þá endi hússins austan við A.N. IV og A.S. IV. í 1. stafgólfi að norðan var bekkurinn að mestu fylltur af mold og grjóti. Par virtist bekkhliðin hafa náð upp í 0,91 m hæð, en moldin óvíða hærra en í 0,80 m og hæstu steinar í 0,89 m hæð. Ekki voru neinir stoðbærir steinar úti við vegginn í þessu stafgólfi, en rétt austar en á móts við A.N. I og þá raunar í 2. stafgólfi er vænn ferkantaður stcinn á gólfinu út við vegginn, fjarlægð frá vesturþili 1,50 m, hæð 0,76 m. Austast í sama stafgólfi er annar stæðilegur steinn út við vcgginn, 2,27 m frá vesturþili, hæð 0,80 m. í 3. stafgólfi er vænn stcinn (stærð 0,26x0,20 m) út við vegg, 2,65 m frá vesturþili, hæð 0,80 m. Ofan á honum lágu lausir smásteinar, sem náðu upp í 0,87 m hæð. Austar í sama stafgólfi er stór steinn út við vegg (stærð 0,32 x 0,25 m) fjarlægð frá vesturþili 3,15 m, hæð aðeins 0,71 m, en ofan á honum lá minni steinn, sem nær upp í 0,84 m hæð. Rétt austar er enn stafbær steinn, 3,51 m frá vesturþili, hæð 0,80 m, og 0,30 m austar er enn steinn í sama stafgólfi, sem nær 0,87 m hæð. í 4. stafgólfi er steinn út við vegg, 0,50 m langur A-V og 0,30 m breiður, fjarlægð frá vesturþili 4,29 m, hæð 0,78 m. Ofan á honum liggja lausir steinar, sem ná upp í 0,86 m hæð. I 5. eða austasta stafgólfi er hlaðið nokkrum lögulegum steinum út við vegg rétt austan við A.N. IV. Hæst ber ferstrendan stein, stærð 0,16x0,14 m, 5,10 m austur frá vesturþili, hæð 0,83 m. Hann virðist vera allstöðugur. I norðausturhorninu er loks steinn, stærð 0,36 x 0,28 m, hæð 0,84 m. Hér hafa verið taldir steinar þeir við norðurvegg, sem einir virðast hafa verið látnir þar með ráðnum hug, ætlaðir til að bera stafi, syllu eða því um líkt. Hæð þeirra er mest 0,87 m, og bcr að hafa í huga að hæstu

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.